Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 63

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 63
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 61 Dick Taylor með nokkrum öðrum fiskveiðiverðlaunahöfum. Hann er lengst til vinstri. því að það komu til mín konur úr Hjálpræðishernum, og ég fékk þann mat að borða, sem mér fannst svo góður, að það lá við, að mér fyndist það hafa borgað sig að vera á Hrauni yfir jólin. Fyrst kom amerískt kirkjufólk og vildi hafa tal af mér, en ég neitaði, vildi sem minnst um jólin hugsa, það yki bara á umhugsun mína um jól með fjölskyldu minni, þótt oft væri það svo, að ég var norður á Islands- miðum um jólaleytið. Síðar um dag- inn komu þrjár konur úr íslenzka Hjálpræðishernum. Ég neitaði líka að tala við þær, en var sagt, að það væri gæðafólk í Hjálpræðishernum og léti margt gott af sér leiða, og ég lét tilleiðast. Þær komu svo og sungu yfir mér jólasálma. Vinir mínir, fangaverðirnir, höfðu einhver orð um, að það væri hálf ömurlegt fyrir mig að húka þarna í fangelsi í erlendu landi yfir jól, en ég var ekkert óá- nægður með það, þegar ég hafði borðað um kvöldið. Það var borið fram kalt kjöt. Og ég spurði: — Kalt kjöt í aðalrétt, jólamáltíð- in, hverskonar háttalag er það hjá siðuðu fólki. — En þetta varð ég að borða eins og aðrir, og sá ekki eftir því. Þetta kalda kjöt reyndist hið mesta lostæti, þeir sögðu það vera hangikjöt, og ég hef aldrei gleymt íslenzka orðinu og sagði við sjálfan mig: — Þetta verð égað muna, „hangi- kjöt“. Það var farið með mig nákvæm- lega eins og alla aðra þarna. Ég komst vel útaf við alla Islend- ingana, og hafði það alls ekki sem verst á Litla-Hrauni. Þarna voru morðingjar og þarna var einn brjál- æðingur, sem hafði verið þarna á þriðja áratug, hann var svo ruglaður, að hann var ekki látinn vinna neitt, en á hverjum morgni mátti sjá hann við að hrista rúmábreiðuna sína, þótt ekkert væri af henni að hrista. Maður er ekkert að hnýsast í fortíð manna á svona stöðum, og þess vegna var það, að fangavörðurinn sá ástæðu til að vara mig við einum fanganna, sem talaði ágæta ensku og ég náttúrlega mikið við hann. Að tveim vikum liðnum fannst fangaverðinum ástæða komin til að vara mig við. Hann sagði manninn til alls vísan, og ég skyldi gæta mín. Ég er ekki að rekja glæpaverk mannsins, en þau voru óhugnanleg, tvö hryllileg morð, eftir því, sem mér var sögð sagan. Það fannst mér undarlegt, að mað- urinn var látinn hjálpa til í eldhúsinu, þar sem allt var fullt af hárbeittum sveðjum, en maðurinn var sagður hafa skorið fórnarlömb sín á háls. Ég hætti ekki að spjalla við manninn, og hann var ágætur við mig. Mér var sagt, að það hefði enginn flúið af Litla-Hrauni í tuttugu ár, en þá hefði flúið fangi. Þetta var að vetr- arlagi í kuldatíð, og það var ekkert hirt um að leita að honum. Eftir þrjá daga kom fanginn aftur og baðst gist- ingar. Sj ónvar psstj arna Ég kom við sögu í þorskastríðinu, en ég man ekkert hvaða ár það var, sem ég var einn af þeim skipstjórum, sem kom fram í brezkum sjónvarps- þætti, sem gekk undir nafninu „To- night“. Flogið var til Reykjavíkur með fjóra skipstjóra, tvo frá Hull og tvo frá Grimsbæ, og með okkur í sjónvarpsþættinum voru fjórir ís- lenzkir skipstjórar, og man ég nú ekki lengur nöfn þeirra, en við áttum að ræða málin og skiptast á skoðun- um og gerðum það. Ekki man ég hvað brezka sjón- varpið borgaði mér fyrir þetta, en ég hafði þannig komizt á bragðið að það væri vel borgað að koma fram í sjón- varpi. íslenzkur sjónvarpsmaður kom til mín að loknum brezka sjónvarps- þættinum, og spurði, hvort ég vildi koma fram í íslenzka sjónvarpinu. — Nei, sagði ég, vegna þess, að það fyrsta, sem þú spyrð mig eru fangelsanirnar og allt sem fylgdi. Hann lofaði að gera það ekki. Þá sagði ég að það færi eftir því, hvað mér væri borgað fyrir. Hann sagðist hafa haldið, að ég gerði það sem sjálfboðaliði fyrir málstað minn. Ég hélt nú ekki, ég væri ekki hér, sem sjálfboðaliði, mér væri borgað fyrir að vera hér af brezka sjónvarpinu, og auk þess væri ég ekki bara fiskimaður heldur líka bisnessmaður. Hann fór svo, maður- inn, en kom eftir stutta stund aftur. Þá voru allir skipstjórarnir, við þessir ensku og hinir íslenzku, seztir að í stórri stofu við stórt borð hlöðnu mat og drykk og átum og skáluðum og allt í beztu vinsemd, ræddum þá að- allega ýms fiskveiðivandamál. Is- lenzki sjónvarpsmaðurinn kom nú
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.