Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 109

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 109
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 107 rekstri skipsins, en á slíkum manni þurftu Akureyringar á að halda í byrjun togarareksturs síns. Tveir af farsælustu skipstjórum Akureyringa um langa tíð, þeir Áki Stefánsson og Vilhelm Þorsteinsson voru stýri- menn hjá Sæmundi. Alfreð Finn- bogason var einnig stýrimaður hjá Sæmundi og síðan skipstjóri á Akur- eyrartogurunum ein sjö ár. Alfreð var hinn mesti kappi, kjarkmaður og þrekmenni. Hann bjargaði sem ein- staklingur frá drukknun fleiri mönn- um en vitað er að nokkur annar hafi gert. Það hefur verið þessum mönnum góður skóli að fá lærdóm sinn hjá Sæmundi Auðunssyni. GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON s rið 1948 lét Guðmundur Jör- undsson smíða togarann Jörund, og var hann fyrsti togari okkar íslendinga með dísel- vél, og reyndar lítil sem engin reynsla komin á díselvélar í togurum, nema þá eitthvað hjá Þjóðverjum. Guð- mundur var þarna brautryðjandi, og þeir 8 togara, sem smíðaðir voru eftir þetta voru allir með díselvélum. Þá voru fleiri nýjungar í Jörundi, svo sem álinnréttingar í lestum og togvinda knúin af olíuþrýstingi í stað gufu áður. Guðmundur gerði skipið út frá Akureyri þar til hann seldi það 1957. Guðmundur Jörundsson. B/v Jörundur. ÚTGERÐARFÉLAG KEA s tgerðarfélag KEA hóf sinn togararekstur með kaupum á gömlum norskum togara 1969 (Andanesfisk III) og skýrði hann Snæfellið og átti hann lengi, fram um 1980. Síðan hefur KEA og dótturfyrirtæki þess átt eina þrjá tog- ara, en af blaðafregnum að dæma er félagið nú að endurskipuleggja tog- araútgerð sína og þá frá Dalvík, með kaupum á hlutabréfum þess félags og sameina þá kvóta þriggja togara en leggja þá einum. Þessir tveir eiga svo að skila með auknum kvóta jafnt og hinir þrír, og er það rétt hugsað trú- lega, en röksemd kaupfélagsstjórans að því er laut að sjómönnum var ekki nógu hagstæð. Aflann á að leggja á land á Dalvík, og er það náttúrlega af því góða að vissu marki. Með auknum afla fá sjómenn auk- in laun, sagði kaupfélagsstjórinn. Þarna blasir við gamla röksemdin. Ef þið ekki siglið, getið þið tekið þrjá túra á móti tveim, ef siglt er, og feng- ið þá jafngóðar tekjur og með sigl- ingu. En þetta þýddi náttúrlega að sjómenn þyrftu að vinna þriðjungi meira fyrir sömu tekjum, og þeir hefðu náð fyrir tvo túra í siglingu á hæsta markaði. Þetta er nokkuð gömul lumma í togarasókninni og reyndar mjög algeng með okkur ís- lendingum, við höfum þetta upp með lengdum vinnutíma. Það ber ævinlega allt að sama brunni, sjómenn eiga að vinna fyrir fiskvinnslunni með lágu fiskverði og auka tekjur sínar með því að auka afla sinn. Svona hefur þetta gengið til í nær fjóra áratugi undir verðlags- ráði. Það virtist ætla að rofa til um tíma á níunda áratugnum, en það ætlar að sækja í sama horfið og er það rætt hér fyrr í blaðinu. Hvernig væri að fiskvinnslan kæmi sínum málum í það horf, að þetta þyrfti ekki svo til að ganga, að vinnsl- an haldist gangandi á lágu fiskverði.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.