Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 111

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1990, Page 111
SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ 109 fáu ár, sem Vilhjálmur var við skip- stjórn, aflaði hann allra manna bezt og komst þar enginn í námunda um þær mundir, nema Jón Gunnlaugs- son á Pólstjörnunni. Þótt Vilhjálmur léti sér í engu óðslega og forðaðist allt ofurkapp og bægslagang, hafði hann í fullu tré við hina, sem ákafari voru. Var eins og allt snerist honum til gengis og gæfu. Árið 1883 var ágætt aflavor, senni- lega eitt hið bezta, sem sögur fara af. Setti þá Vilhjálmur aflamet fyrir Norðurland, sem aldrei mun hafa hnekkt síðan. Fiskaði hann á Akur- eyrina frá 15. apríl og fram að slætti 752 tunnur lifrar. Úr því magni feng- ust 24 tunnur lýsis í hlut og var það stórum meira en nokkurt skip hafði haft til hlutar áður. Næstur Vilhjálmi þetta vor var Jón Gunnlaugsson, og munaði ekki miklu á þeim köppun- um. Afli Jóns á Pólstjörnunni var 720 tunnur lifrar, og gerði það 23 lýsis- tunnur til hlutar. Mun aldrei hafa komið meira lifrarmagn á einni ver- tíð upp úr norðlenzkum hákarlaskip- um en þessum tveimur. Svipaður lýs- ishlutur varð þó síðar, einu sinni eða tvisvar, en þá voru líka komnar góð- ar og fullkomnar gufubræðslur, sem náðu lýsinu mjög vel úr lifrinni.“ Þetta var sagan af honum Vil- hjálmi í Nesi og hér fylgir mynd af skipi hans, eða þessu lík mun Akur- eyrin hafa verið. Næst er að líta af skipum afkom- enda Vilhjálms í Nesi, segi menn svo að ekkert hafi gerzt á fslandi á öld- inni. Það er mikið sem sjávarútveg- urinn er búinn að byggja upp til sjáv- arins og þó enn meira til landsins. Var það ekki núverandi bæjarstjóri á Akureyri, sem reiknaði út í bók sinni Sjávarútvegur á íslandi að sjávarút- vegur hefði skilað til jafnaðar frá aldamótum 4% árlegum vexti þjóð- artekna. Geri aðrir atvinnuvegir bet- ur. Svo er klifað á: „Svipull er sjávar- afli“. Vilhjálmur í Nesi er langafi þess- ara pilta hér á myndinni. Dugnaður og athafnasemi er kynfylgja, eins og margt annað í ættum, og svo er einn- ig um lundarfarið, það hafa menn fyrir satt, að samherjafrændur séu stillingarmenn eins og Vilhjálmur Akureyrin EA 10. karlinn, og fiski og geri út hávaðalít- ið. Þeir hófu útgerð sína þessir kappar fyrir sex árum. Ævintýrið ku hafa hafizt 1983 með kaupum á togaran- um Guðsteini. Landsbankamennirn- ir veðjuðu á þessa pilta, og það eiga bankar að gera meira að, fremur en byggja alfarið á áætlunargerðum, oft skrautlegum. í gamla daga var það mikill þáttur í lánastarfi banka, hvernig banka- stjóra leyst á manninn, hverrra manna hann væri og eitt og annað, sem þeir vildu kynna sér um mann- inn, sem lánsins beiddist. Skipinu létu þeir breyta í frystitog- ara í Slippstöðinni. Skipið hélt til veiða í byrjun desember 1983 og var það fjórði íslenzki frystitogarainn, en sá fyrsti var Narfi Guðmundar Jör- undssonar 1963. Verkaskipting þeirra frænda varð sú, að Þorsteinn Vilhelmsson varð skipstjórinn, Kristján bróðir hans yfirvélstjóri og Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri fyrirtækisins. Fyrirtækið skýrðu þeir frændur Samherja. Margrét EA 710.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.