Sjómannadagsblaðið

Volume

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 54

Sjómannadagsblaðið - 01.06.1998, Page 54
54 SJÓMANNADAGSBLAÐIÐ Eitt málverka Tryggva — sú góða og gamla Selsvör. líklegt að málarinn hefði orðið ofan á. En blákalda staðreyndin var að ég fór í stað skólans á norskan dall, Bro frá Haugasundi, og þar má segja að ten- ingunum hafi verið kastað." Misjafn aðbúnaður um borð í „Bro“ „Fyrsta ferðin var til Portúgal og Spánar og var ég þarna einn Islend- inga. Fátt gerðist frásagnarvert, en sósíalismanum eða félagshyggjunni kynntist ég samt og var ekki nema mátulega hrifinn. Þannig var eins og títt er á svona döllum að flestir eða allir voru tæpir með skotsilfur, en nægilegt brúk fyrir aurana, ef menn vildu njóta lífsins. Ég átti forláta kápu að mati félaga minna, en raunar var hún nauða ómerkileg. Mikið var lagt að mér að selja kápuna, en ég þráaðist við. Ég var þarna í smávegis kynnum við stúlkur sem buðu mér stundum í land með sér og eitt sinn er ég kem um borð mætir mér einn hásetinn og réttir mér 5 pes- eta. Mér kom þetta kynlega fyrir, en hann gaf þá skýringu að þeir hefðu selt kápuna og þetta væri minn hlutur. Það mátti enginn eiga meira en annar, en þetta var aðeins byrjunin og ég varð oftar fyrir barðinu á félagshyggj- unni þarna um borð. Ég málaði tals- vert af myndum, einkum skipamynd- um, og það var allt selt og ég fékk að- eins minn sjötta part af andvirðinu, því við vorum sex hásetarnir. Þetta var kolakyntur dallur, óraf- lýstur og morandi í skorkvikindum. Éinkennilegast við þau var að þau höfðu hvert sitt umráðasvæði og leit- uðu lítið út l'yrir það. Kyndaraklefinn var til dæmis undirlagður af veggja- lús, en í okkar klefa var flóin allsráð- andi. Engu skipti þótt opið væri á milli klefanna, kvikindin fóru ekki af sínum heimaslóðum. Hins vegar lét moskítóflugan sig landamæri engu skipta. Ýmsir hættir þarna voru mér fram- andi. Matur átti að heita nægur, en allt var skamtað nema smjörlíki. Bitarnir voru taldir út í hverja máltíð fyrir hvern mann, sykur vigtaður út til vik- unnar, ein dós af niðursoðinni mjólk og sýrópsbox. Norðmennirnir notuðu ekki sykur í kaffið og seldu því oftast sinn sykur. Af ávöxtum höfðum við vanalega nóg úr brotnum kössum. Til drykkjar var vatnið blandað rauðvíni og kastað út á haframjölið. Unnið var frá sex að morgni til sex að kvöldi. Var það óneitanlega nokk- uð strangt þegar heitt var í veðri. Ég þraukaði samt við þetta í tvö ár og varð af því reynslunni ríkari en pyngj- an var létt. Þess má geta að þau urðu endalok „Bro“ að það strandaði hér uppi við Mýrar skömmu eftir síðari heims- styrjöld.“ Eftirminnileg ökuferð „Vorið 1934 var farið heim til Nor- egs og þá fór ég að vinna við skip sem hét Mansjunela og seinna varð ís- lenskt og hét Katla. Það var Eim- skipafélag Reykjavíkur sem gerði Kötlu út og var skipið notað til Mið- jarðarhafsflutninga. Skipstjóri á Kötlu var Rafn Sigurðsson en stýrimaður Bjarni Pálmason. Þar með lauk flakki mínu um heimshöfin á erlendum skip- um. Fullráðið var á Kötlu er heim kom, en ég fékk þá pláss á Heklu frá sama félagi. Skipstjóri var þar Einar Krist- jánsson. Ekki entist mér þetta starf nema til haustsins, missti plássið vegna eins hluthafans sem raunar átti að verða stýrimaður. Hann lét sér samt ekki þetta nægja og annar stýri- maður varð að víkja fyrir honum. I sárabætur var mér svo boðið pláss á leiguskipi sem Viator hét og var frá Bodö í Noregi. Til þessa kom þó ekki, því á meðan ég beið eftir skipinu langaði mig að sjá heimaslóðirnar fyr- ir austan og hitta ættingja og vini þar. Far fékk ég með bíl sem þeir áttu Páll á Þverá og Kaupfélag Héraðsbúa. Mokari átti ég að vera og við þrír sem vorum með í förinni. Vegur var léleg- ur og sums staðar enginn. Þetta var Ford með segldúkshúsi og farþegar margir, þeirra á meðal Þorsteinn kaupfélagsstjóri sem bauð mér í ferð- ina og réði mestu um þetta l'erðalag. Gæti hugsast að þetta hafi verið fyrsta bílferðin þessa leið, enda tók ferðin 4 daga og oft þurftum við að moka, byrjuðum strax í Hvalfirði. Fyrir austan var ég í nokkra daga, en tók mér svo fari með Súðinni suð- ur. Þar varð einn hásetanna veikur og ég fór að vinna í hans stað. Er til Reykjavíkur kom var Viator enn ókominn og þar sem mér bauðst pláss
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Sjómannadagsblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sjómannadagsblaðið
https://timarit.is/publication/557

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.