Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 28

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 28
252 REGNBOGINN eimrbiðin honum, sem því var vanur, að vera miðdepill tilverunnar í augum hins yngra bróður. Hann hnyklaði brúnir og kreppti hnef- ana. Og liann horfði í hin björtu og lieitu augu telpunnar. Hvern djöfulinn var Egill að glenna sig hér! Ha? Hann veifaði hand- leggjunum og svipaðist um ytra og innra eftir djarflegu úrræði, sem gæti leyst hann úr þessu niðurlægingarástandi. Og ... og .. . Hann rak upp stóran og tröllslegan hlátur og henti fram í dalinn: — Sko, sko! Bölvaðir asnar! Sko, sko! Telpan sneri sér við, og þau Egill litu bæði fram til dalsins: Regnboginn, -— hann var horfinn á ný. Telpan stóð og starði, steinþegjandi. Svo vék liún sér til og leit til vesturs. Og rönd af sólinni var gengin undir Arnartindinn. Það var eyði og tóm og kaldur norðaustangustur fór um dalinn, hristi bliknuð strá og gáraði dimmbláan, dauðan hylinn í ánni. Og fiðrildi óska og ævintýra flaut niður ána, út að ósum, út í hinn víða sæ veruleikans. Það var Egill, sem fyrstur talaði, og röddin var tómleg, fjarri öllum vonum og í henni ekkert örlæti. En það var í henni ró og seigla: — Það gerir ekkert til. Við liöfum reynt það, við liöfum marg- sinnis reynt það. Hann færist alltaf fjær og fjær. — Beinasni! sagði Þorgils og spýtti fyrir tærnar á Agli. Svo mældi hann bróður sinn með augunum, glotti breitt og af djúpri fyrirlitningu, hoppaði upp og benti á hann: — Fuh, pelabarn, pelabam! Hann rak upp ldátur, skotraði augum til telpunnar, 6neri sér við og lilét snúðugt heim á leið. Þau, Gunna litla og Egill, stóðu og liorfðu livort á annað. Það voru tár í augunum á lienni. Hún þerraði þau með hendinni. Hún fann, að Egill vildi liugga. Hún þekkti hann, var meira að segja búin að þekkja liann fyrir stundu. Hann var eins og eitt- hvað inni í brjóstinu á lienni sagði henni, að mennirnir ættu og hlytu að vera. Og hún brosti. — Komdu, sagði liún og rétti honum höndina. Hann leit á hana, þessa grönnu, mjóu hönd. Svo liitnaði lionum í vöngum, og hann tók í höndina. Það gerði ekkert, að vera h'till með Gunnu litlu á Felli. Þau héldu af stað út leitið, og l»aU leiddust. Jörðin var mjúk undir fótunum á þeim. Þau voru livort

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.