Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 35

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 35
eimheiðin Ævinlýri Páls á Halldórssiöðum. i. Gestir og gangandi, sem á undanförn- um árum liafa átt viðdvöl nokkra á Halldórsstöðum í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu, munu hafa veitt eftir- tekt manni nokkrum aldurhnignum, fremur lágum vexti, nokkuð ellibeygð- um. Hann er vel farinn í andliti, skol- liærður, lætur sér vaxa skegg og klippir það snyrtilega. Augun eru dökkblá, snör, vitsmunabjört, og leikur kímni- glampi í augunum. Hann er hægfara, en liefur allt til þessa dags haft nokkuð fyrir stafni og ekki látið sér með öllu verk úr hendi sleppa, þrátt fyrir níræðisaldur. Maður þessi er Páll bóndi Þórarinsson á Halldórsstöðum. Páll er fæddur á Halldórsstöðum 2. febrúar 1857 og fyllir níræðisaldur 2. febrúar 1947. Hann er sonur Þórarins Magnús- ®onar, er bóndi var á Halldórsstöðum, og konu lians, Guðrúnar Jónsdóttur, ættaðrar úr Skagafirði. Þeir voru albræður faðir Páls °g Metúsalem á Arnarvatni. Landskunnur var bróðir Páls, Magnús Hórarinsson á Halldórsstöðum, hugvitsmaður og þjóðbagasmiður, sá er fyrstur flutti til Islands kembingarvélar og setti niður á bæ sínum. Þótti slíkt nýlunda mikil og ærið þrekvirki. Páll liefur alið aldur sinn allan á Halldórsstöðum, að frá- tölduni þrentur stuttum dvölurn, er liann á unga aldri átti með skozkum sauðfjárbændum. Ekki var liann settur til mennla í sesku, fremur en þá var títt um bændasyni, en mun bafa hlotið 'dlgóða beimafræðslu að hætti sinnar tíðar. Varð það fangaráð Hingeyinga í þann mund að afla sér sjálfsmenntunar með lestri góðra bóka, enda reis um þær mundir, er liann verður fulltíða, Jónas Þorbergsson.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.