Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 38

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 38
262 ÆVINTÝRI PÁLS Á HALLDÓRSSTÖÐUM EIMREIÐIN Páll voru mjög samrýndir og liöfðu félagsbú. Sveinn var ókvæntur og vann búinu allan aldur sinn. Hann lézt árið 1943. Þeir bræður byggðu góð peningsbús á jörð sinni og bættu tún og engi. Hitt er satt, að Páll bóndi birti ekki um að liafa snögg fataskipti um siði og venjur. Hann kaus að vera óhvikull fulltrúi þess þjóðarbrafgs, sem ól liann og mótaði. Þess var áður getið, að Páll var að eðlisfari hlédrægur og treysti sér lítt í æsku. Með aldrinum reis af þessum eðlisþáttum í fari Jians sterk varfærni. Jarðnæðiskoslur lians leyfði aldrei stóran né umfangsmikinn bú- rekstur, en Jiann óttaðist fátæktina, sem öldum saman liafði leikið svo grátt allan þorra íslenzkra bænda. Og hann óttaðist fátæktina enn meira fyrir þá sök, að liann, við kvonfang sitt, Jiafði tekizt á liendur óvenjulega ábyrgð gagnvart konu af erlendu þjóðerni, sem liann liafði flutt úr stórborg lieim í afskektan dal á Islandi, í mikilli óvissu um það, liversu takast mundi um svo stórfelld umskipti. Verður svo alloft, að margt, sem þykir torskilið í liáttum manna og jafnvel ámælisvert, á rætur sínar í duldum kostum þeirra. Og þrátt fyrir eðlisgróna varfærni Páls og Jitla hlaupagimi um breytingar búliátta, var liann jafnan meira en lilutgengur í félagsstarfi sýslunga sinna. Hann var mjög lengi deildarstjóri Kaupfélags Þingeyinga í sveit sinni, lireppsnefndar- maður, sóknarnefndarmaður, virðingarmaður hreppsins, skipaður af sýslumanni. Hélt Iiann öllum virðingar- og trúnaðarstörfuni, unz liann sjálfur afsalaði sér þeim og baðst undan störfum. III. Hinn 3. júní 1894 fór fram skyndibrúðkaup í Edinborg * Skotlandi. Brúðguminn var Páll bóndi Þórarinsson á Halldórs- stöðum í Laxárdal, þá 37 ára gamall, og brúðurin fyrrnefn'J Elizabetli Grant, kölluð Lizzie, 19 ára gömul. Fyrir því viir brúðkaupi liraðað, að Páll var ráðinn til farar með skipi hei® til Islands ákveðinn dag, en liafði fengið samþykki foreldra Lizzie til ráðaliagsins því aðeins, að hann gengi að eiga liana áður en þau stigi á skipsfjöl. Brúðkaupið fór frain með lióflegri viðböfn, en ættingjar og vinir Lizzie fylgdu þeim lijónum til skips, sþilnðn á seklipípur sínar og stigu dans við skipslilið. Vakti þetta eftu^ tekl og leiddi atliygli að brúðbjónunum, sem nú lögðu upP 1 sína miklu ferð með ungar vonir sínar, lieim í faðm miðnætur

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.