Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 46

Eimreiðin - 01.10.1946, Blaðsíða 46
270 SKÓLAHÁTÍÐIN FYRIR RÚMUM 50 ÁRUM EIMREIÐIN á landi. Ekki mátti flumbra sig, því það gat lýtt mann í augum kvenfólksins. Svo var að fara í beztu ullarsokkana, sem maður átti til. Lakast var, þegar axlaböndin voru slitin og ónýt, varð að reyna að komast af án þeirra á peningaleysistímum, þrengja bara buxnahaldið, svo þær högguðust ekki. Alltaf átti maður gamla bvíta skyrtu, flibba og bindi og svo lausar manchettur. Þá var búnaðinum lokið, og bið liátíðlega augnablik kom, er leggja skyldi af stað til að sækja dansmeyna. Ég naut aldrei þeirrar ánægju, því ég átti enga náfrænku eða vinkonu til að bjóða, en ætíð voru einliverjar, sem forstöðunefndin liafði á sínum vegum. Tók ég oftast eina þeirra að mér og var það ekki á móti skapi, því þær voru vanalega ekki af lakari endanum. Ég lét mér því nægja að standa á hjallanum nálægt skóladyrunum. Yoru þar margir skólasveinar samankomnir til að liorfa á pörin streyma að úr öllum áttum — eftir Lækjargöt- unni, Kirkjustrætinu o. s. frv. Fjöldi fólks stóð á þessum strætum, þar sem samkvæmisfólksins var von, til að liorfa á. Er mér ekki grunlaust um, að kennt bafi votts öfundar eða gremju í einliverju saklausu, litlu meyjarhjarta í áhorfendaliópnum, kannske ein- hverjar, sem áttu engan bróður eða vin til að bjóða sér, en liöfðu annars öll skilyrði til að vera með. Helgi Helgason stóð með liorna- flokk sinn sunnan við skóladyrnar og spilaði fjörug göngulög- Pörin gengu linarreist og prúðbúin (einkum dömurnar) upp skólabrúna og litu hvorki til liægri né vinstri, og einhversstaðar var mín tilvonandi dansmey — sem ég átti að Iiafa í fyrsta dansu hún kom með foreldrum sínum eða vandamönnuin. Fólkið snyrti sig, og kvenfólkið fór að tínast inn í salinn og setjast á bekkina, en ballistarnir söfnuðust saman á ganginum fyrir frarnan, liver með sitt ballkort, með viðfestum blýanti, í liendinni. Svo sló klukkan 6, og skriðan rann inn í salinn, og nú fi ý H1 liver sér sem mest hann mátti, því mikið var í húfi. -Það voru sem sé sex dansar ákveðnir og prentaðir á kortinu, og konu skyldi festa fyrir hvern dans. Raunar réð kvenfólkið sjálft yór einum dansinum, var hann kallaður dömudans, og völdu þaei lir herrahópnum í þann þátt, en yfir liinum fimm réðu karlmenu- irnir. Nú var um að gera að hraða sér. Hætta gat verið á þVI’ að hinir yrðu fljótari að festa þær stúlkur, sem maður liafði hugsað sér að ná í, það tók stund að skrifa nöfnin á réttum stað og
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.