Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Page 57

Eimreiðin - 01.10.1946, Page 57
EIMREIÐIN NÁGRANNAR 281 oftast komizt svona sæmilega af, þótt auðvitað liefði liarðnað í an hjá þeim á stundum, eins og gengur og gerist. Þótt landið væri hrjóstrugt, hafði það þó ýmis lilunnindi að bjóða. Björgin voru full af fugli, sem verpti á svllum og í skútum á vorin, og þótt það væri miklum erfiðleikum bundið að ná í fugl og egg, settu beir það ekki fyrir sig. Báðir voru þeir alvanir að síga í hengi- flugin, og tóku það sem alveg sjálfsagðan hlut, sem öðruin myndi hafa virzt hin mesta lífshætta. Og þó að ægir væri oft tregur til að leyfa þeim að sækja björg í nægtabúr sitt, kom það oft fyrir, að þeir þurftu ekki að fara lengra en rétt út fyrir dyrnar hjá ®er til þess að fá gnægð af brimrotuðum fiski, sem rak upp í fjöruna eftir norðanveðrin. Oddur og Torfi voru ákaflega samhentir í öllu. Það myndi vera leitun á betra samkomulagi milli nágranna en þeirra. Hætt- nrnar á sjó og landi höfðu kennt þeim, live mikils virði eindr.'egni °g friður er. Þeir voru líkir, án þess að þeir væru nokkuð skyldir. ^g þó að það kæmi fy rir að snurða hlvpi á þráðinn og þeim oush'kaði hvorum við annan, jöfnuðu þeir það ætíð með sér eftir nokkra daga. Torfi átti það til að vera ofurlítið uppstökkur. Oddur var aftur á móti dálítið sérvitur og meira en lítið þrár, þegar því var að skipta. En þeir þekktu livorn annan, svo að þessir skapbrestir komu sjaldan að sök. En einu sinni liafði Oddur þó komið þannig fram, að Torfi kélt lengi vel að liann mundi aldrei geta fyrirgefið það. Veturinn hafði verið alveg óvenjulega harður, og voru þeir Eændurnir þó ekki vanir blíðviðrunum, eins og þeir voru í sveit settir. Hafísinn lá fy rir landinu svo langt sem augað eygði og fyliti hvern fjörð og liverja vík. Þeir höfðu ekki fengið bein úr SJÓ í fleiri mánuði, svo að nú tók að sverfa fast að heimilum. þeirra. Þeim var Ijóst, að ef þessu liéldi fram, var ekki annað synna en að þeir og fjölskyldur þeirra myndu verða hungurmorða á3ur langt um liði. Það var full ástæða til að þeir væru ekki sérlega bjartsýnir. eir urðu skapvondir og létu það bitna hvor á öðrum við ýins úekifæri. Einkum lagðist það þó þungt á. Odd. _ ”Það er þér að kenna ef kerlingarnar og krakkarnir og við 8jálíir drepumst úr sulti“, sagði hann. „Þú nenntir ekki að afla uægra fiskfanga meðan tækifæri var til þess“.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.