Eimreiðin


Eimreiðin - 01.10.1946, Side 92

Eimreiðin - 01.10.1946, Side 92
316 RITSJÁ KIMRBIÐl.'I þýðukveð’skap og ljóðagerð, handa yngstu lesendunum. Yísurnar hefur dr. Símon Jóh. Ágústsson valið, en teikningarnar með þeim hefur gert Halldór Pétursson. Flestar vísurnar eru gamlir liús- gangar, sem við lærðum í bernsku. Eklci er ég allskostar ánægður með texta þeirra allra þarna, og svo mun verða urn fleiri, að þeir munu ekki alltaf kannast við orðalagið eins og þeir lærðu það. Sem dænii nefni ég húsganginn „Siggi var úti með ærnar i haga“, sem hér er talsvert frábrugð- inn því, sem ég og fleiri lærðum hann fyrir mörgum árum. „Þau eru að tína grösin grænu, svo gildni vömbin, vömhin“. Þannig kannast ég við seinni liluta vísunnar: „Hver er uppi á bænum, l)ænum“, en ekki eins og hann er í bókinni (bls. 25). Gimh- illinn mælti og grét við stekkinn, en ekki „Gimhill mælli“, eins og hér stendur (bls. 45), er annað afbrigðið. Klappa santan lófunum, reka féð úr móunum, vinna sér til hita, láta pahba vita. Þannig geymist þessi harnagæla í minni mér, en kemur mér ókunnug- lega fyrir sjónir hér (hls. 63). Þá er skrítið niðurlagið á gátunni alkunnu, „Ingimundur og hans liund- ur“, á hls. 35. Þar endar liún svona: „Gettu livað hann lieitir". Auk þess er 2. Ijóðlína öðruvísi en maður átti að venjast. Gátuna lærði ég svona: Ingimundur og hans hundur sátu báðir og átu. Nú nefni ég hundinn, og gettu niína gátu — og þannig er hún prentuö í „íslenzk- um gátum“ Ólafs Davíðssonar (1887). Kaflinn úr þulunni „Sat ég undir fiskihlaða föður míns“ (hls. 87) er þarna að orðalagi fráhrugðinn því, sem maður kannast við og í annan stað er vafasamt mjög, hvort rétt sé að húta þannig úr gamalli og vin- sælli þulu eins og þarna er gert. Vísunni „Við skulum eklci liafa liátt“, o. s. frv. liefði gjarnan mátt verða samferða hin útgáfan: Við skulum elcki hafa hátt, hér er maður á glugganum. Hann er vanur að lienda smátt og hylur sig í skugganuin. Báðar voru vísur þessar mikið kveðnar við börn og fylgdust oft að yfir vöggunni, ef illa gekk að koma ærslabelg í svefn, enda hrást þá ekki, að lcyrrð komst fljótt á, uggvæn kyrrð í haðstofunni, unz lilundur lmeig á brá. Sannleikurinn er sá, að manni er undarlega sárt um þessar gömlu vís- ur. Þessvegna kemur það okkur til að hrökkva við, þegar við rekumst á þær öðruvísi en við lærðum þær í bernsku. Þar með er ekki sagt, að fleiri en ein útgáfa geti ekki verið til af sömu vísunni. Víst er, að svo er um sumar. Svo eru það teikningarnar í hók- inni. Þær eru yfirleitt mjög vel gerð- ar og eiga vel við efnið. Teikningin með vísu Jóhanns Sigurjónssonar, „Sofðu unga ástin niín“, hefði náð hetur efninu, ef liún liefði verið af harni í vöggu á baðstofugólfi, og móður þess, í stað hins tízkulega um- hverfis hér. Halldór Pétursson cr snillingur að teikna dýr, eins o? myndirnar bera með sér. Yfirleitt má segja um þessa bók, að hún sé, þrátt fyrir nokkra óna kvæmni, ágæt barnabók, með þj° legum lilæ og efni, sem íslenzk hörn Iiafa unnað hugástum, og mun verða þeiin lijarfólgið áfram, kynslóð eftn kynslóð.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.