Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 5

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 5
Æ G I R 227 Rlöðin, sem ættu að enduróma raddir al- mennings um hvað eina, er gerist á þjóðlít'- mu, voru svo fáorð um sýninguna. að af mnniæhun þeirra verður ekkert ráðið hvernig luin var. Mér er það ráðgáta, hvers vegna blaðamennirnir birtu ekki rök- studdan dóm um sýninguna og hvers vegna þeir birtu ekki aðsendar greinar um hana. ^ ar það tómlæti sem réði því eða var það eitthvað annað? Ég hafði ekki lengi skoðað sýninguna, er þóttist þess áskynja, að uggur sá, sem suinir báru í brjósti um of nauman undir- l'úningstíma og óviðunandi húsrými, hafði ehki verið ástæðulaus. En jafnframt skaut þeirri spurningu upp í huga mér, hvert markmiðið væri með þessari sýningu. Ef um ákveðið markmið var að ræða þá var a® athuga leiðirnar, sem valdar höfðu verið l'i þess að ná því. Frá mínu leikmannssjónarmiði má fyrst °g fremst hugsa sér sjávarútvegssýningu með þrennu móti. í fyrsta lagi framleiðslu- syningu, þar sem sýndar séu allar fram- leiðsluvörur sjávarútvegsins jafnframt því, sem sýningargestir fái ljósa hugmynd um það, hvernig hráefninu úr sjónum er breytt ' markaðshæfa vöru. Þegar ekki er um full- unna vöru að ræða, sé veitt fræðsla um það, hvernig hún er notuð og með hvaða hætti. Greint sé frá næringargildi þeirra afurða, sem notaðar eru til manneldis eða skepnu- fóðurs. Skýrt sé frá aðild hverrar fram- leiðslugreinar fyrir sig í þjóðarbúskapnum. Gerð_ sé grein fyrir því, hvernig hráefna- vinnslunni sé komið hjá okkur miðað við aðrar fiskveiðaþjóðir. Þá er sjálfsagt á slíkri sýningu, að þeir sem þangað koma, eiSi Þess kost að fá að bragða á þeim mat- vælum, sem framleidd eru úr sjávarafurð- um. . SHkt fyrirkomulag hefur á sér aug- ysingarblaé, enda er því beinlínis ætlað það dutyerk að auglýsa framleiðsluna. öðru lagi getur verið um að ræða sögu- ega sýningu, þar sem rakin sé saga útvegs- ms að því er tekur til skipagerða, veiðar- Æra, verkunaraðferða, tækniþróunar fram- eiðslunnar, öryggi sjófarenda, menntun %* *J* +1* **♦ *í**$**4* *** *J* *J* +1+ *l+ *J* *J**J**$* ♦*« *J**J**JH Með því að kaupa vaxtabréf stofnalána- deildar sjávarútvegsins leggið þér yðar skerf til þeirrar uppbyggingar, sem á að tryggja afkomu þjóðarinnar um ókomin ár. ♦*♦ *?■♦ *J* *J* *J* *J* *»■**■** *J* *** ♦** %* *** ♦** ♦J**J**J**J**J**J**J* *J* ♦*■• *I**J'**J,***'*****V* *!**'***$4*{ sjómanna, aðbúnað þeirra á landi og sjó o. s. frv. Loks má í þriðja laga hugsa sér að sam- eina tvær fyrrnefndar leiðir. Grípur þá sýn- ingin yfir stærra svið og verður þá líkleg til að veita áhorfendum mikla fræðslu um sjávarútveginn, sé svo til liennar vandað sem kostur er á. Hér hefur aðeins verið dregin upp beina- grind af því, hvei’nig hugsa mætti sér sjáv- arútvegssýningu, en af eðlilegum ástæðum hefur hins vegar ekki verið greint frá því, hvernig gæða ætti slíka beinagrind holdi og blóði, ef svo mætti orða það. Vafalaust liefði verið affarasælt fyrir þá. sem undirbjuggu sýninguna, að gera sér í upphafi grein fyrir því, hvort fært var að íára einhverja hinna fyrrnefndu leiða og hverja þeirra þá tielzt. En mjög er tvísýnt, að þeir hafi gert það og því hafa þeir kosið þriðju leiðina, einmitt það fyrirkomulagið, sem flestir hlutu að sjá að örðugast var að ráða við. Missmíðin á sýningunni munu eflaust að nokkru leyti hafa átt rót sína að rekja til þessa. Reyndar er sennilegt, að undirbúningsnefndin hefði hvorki getað ráð- ið við að koma npp framleiðslusýningu eða sögulegri sýningu svo vel hefði farið, með jafn skömmum undirhúningstíma og um var að ræða. Því ekki má gleyma því, að sjóminjasafn er hér ekkert til og því hvergi á einum stað hægt að gripa til fjölmargra þeirra muna, sem óhjákvæmilegir eru á slíkri sýningu. En víkjum nú að sýningunni sjálfri og höfum það í huga, að henni var ætlað að birta okkur þróunarsögu sjávarútvegsins jafnframt því, sem henni var ætlað að vera framleiðslusýning fyrir þennan atvinnuveg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.