Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 8

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 8
230 Æ G I R Sjávarútvegur Rússa. Rússar hafa samið nýja fimm ára áætlun og nær hún eigi síður til sjávarútvegsins en annarra atvinnugreina í Ráðstjórnar- rikjunum. í norska blaðinu „Fiskets Gang“ 22. ágúst siðasll., er birt umsögn Alexand- crs Ishkov sendiherra um fimm ára áætl- unina, að því er snertir sjávarútveginn og er hún þannig: „Sjávarútvegurinn verður aukinn mjög á næstu fimrn árúrn sem og aðrar atvinnu- greinir í Ráðstjórnarríkjunum. Á næsta ári munu fiskveiðarnar verða komnar á sama stig og fyrir styrjöldina, að því er snertir verkun og aflamagn. Árið 1950, sem er síð- asta ár áætlunarinnar, á heildaraflinn að verða 2050 þúsund smál. eða 54% meiri en 1940. Sérstaka áherzlu á að leggja á fisk- veiðarnar við Asíustrendur, en þar á afla- magnið að aukast um 240% og í Eystrasalti um 70%. Veitt verður á nýjum fiskislóðum, svo sem við Suður-Sjakalin, Kurileyjar, Königsberg og Klaipeda. Eitt af veigamestu verkefnunum er endur- bygging og aukning fiskiflotans. Næstu fimm ár á að smíða í rússneskum skipsi- smíðastöðvum meira en 500 vélskip og 10 þúsund segl- og róðrabáta. Togaraflotann á að auka svo mikið, að hann geti veitt 500 j)ús. smál. 1950 í stað 213 þús. smál. 1940. Á þessu fimm ára tímabili á að koma upp sérstakri skipasmíðastöð fyrir togara. í lok ársins 1950 á togaraflotanum að liafa bælzt 150 ný skip. Til þess að tryggja það, að fiskveiðarnar séu stundaðar á sem hagkvæmastan hátt, notum við fjölda loftskeytastöðvar, sérstak- ar leitarflugvélar og leitarbáta til þéss að fylgjast með ferðinn fisksins og vísa fiski- inönnunuin á beztu miðin hverju sinni. Stjórn Ráðstjórnarrikjanna liefur grund- vallað j)essa þjónustu í þágu fiskveiðanna •** ******* v')* ♦'♦♦^♦♦^, ♦’♦♦*♦♦*♦ v V*!*'!* *)**/ *I**I**t**l* ']**'* *'* *'* vv **• •****••! Með því að kaupa vaxtabréf stofnalána- deildar sjávarútvegsins leggið þér yðar skerf til þeirrar uppbyggingar, sem á að tryggja afkomu þjóðarinnar um ókomin ár. *J-» **♦♦*■♦ *%* *♦***■* *♦***• **■* *■*■* *■!* *♦'* *«* *♦■***■* *** *i og mun hún verða mikið aukin á næstu fimm árum. Þar sem fimm ára áætlunin gerir ráð fyrir að niðursuðu framleiðslan tvöfaldist, verðum við að koma upp 13 nýjum niður- suðuverksmiðjum. Þær tegundir, sem eink- um verður aukin framleiðsla á, er reyktur og saltaður brislingur, veiddur í Eystrasalti, niðursoðin þorsklifur í Murmansk, og krabbi og lax veiddur við Asíustrendur. Framleiðsla á frystum fiski á að aukast um 80%. Til þess að það megi takast, á að koma upp 80 kæligeymslum. Auka skal framleiðslu af hrognakæfu og heilum lirognum niðursoðnum, svo sem laxahrogn- um. Þá verður í ríkum mæli hafin fram- leiðsla á A vítamíni úr fiskolíum. Fiskveiðunum á Suður-Sjakalin og Kuril- eyjum og verksmiðjunum í sambandi við þær, verður breytt. Japanir framleiddu fisk- injöl úr miklum iduta veiðinnar, er þeir notuðu sem áburð á hrísgrjónaakrana. Nokkuð af aflanum var soðinn niður og var sú framleiðsla miðuð við kaupmátt og smekk Japana, en hún er ekki talin hæfa Rússum. Fimm ára áætlunin boðar betri nýtingu á þeim mikla afla, er fæst í ám og vötnum. Á næstu árum á að koma fiskframleiðsl- unni í Byelo-Rússlandi, Ukrainu og Moldav- íu og nokkrum öðrum héruðum í sama horf og var fyrir styrjöldina. Vísindin verða látin eiga mikinn þátt í að auka frainleiðsluna og finna upp nýjar að- ferðir. Að þessu levti verður skipulag vís- indanna látið grundvallast á viðtækum liaf- fræðilegum rannsóknum. Stjórnarvöld jiau, sem eiga að sjá um framkvæmd á þessum lið áætlunarinnar svo og verkfræðingar sjávarútvegsins, munu af miklum áhuga fylgjast með þessari visindastarfsemi og

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.