Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 16

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 16
238 Æ G I R fiskibátum, því botnris miðbandsins cr svipað og á íslenzkum fiskibátum, nálægt þvi einn á móti þremur. Lag húfsins er táknað með tveggja nretra radíus, sem er sem næst % partur af skripsbreiddinni. I’ótt lag húfsins sé táknað með hring- ferli, er ekki þar með sagt, að ekki megi gera línuna „mýkri‘“ við báða enda, þar sem Imn er tengd við beinar-, l>otn- og síðu- linur, þ. e. að bugðan ætti að vera nrest við miðju húfsins. Fram- og afturstefni er sýnt á uppdrætt- inum. Efnisfyrirkomulagið ber ekki að skilja sem aðalatriði, en hið ávala lag er nauðsynlegt vegna framdráttar, enda er uppdrátlurinn í heild gerður með það fyrir augum að minnka mótstöðu og auka hraða með sem minnstu vélaafli. Linuteikning þessi er gerð á ytri flöt súð- arinnar. Ef til ka:mi með að smíða eftir teikningunni, þyrfti að gera nýja. í fyrsta lagi vegna þess, að draga þarf súðarþykkt- ina (7 cm) frá á þverskurðarlinunum, auk þess er mælikvarðinn lítill (,%o) og teikn- ingin mynd af afriti, sem aldrei verður nægilega nákvæmt sem línuteikning til þess að smiða eftir. Skipasmíáafréttir. Samkvæmt skýrslu þeirri, sem Lloyd’s gefur ársfjórðungslega út, um smiði verzl- unarskipa, voru 88 840 rúmlestir meira i smíðum i Stóra-Bretlandi og írlandi i júni lok en um mánaðamótin marz og apríl. Alls var í smíðum þar á miðju þessu ári 1 704 403 rúmlestir eða 377 650 rúml. meira en á sama tíma 1945. Er þetta mesta rúmlestamagn, sem verið hefur í smíðum í Stóra-Bretlandi og írlandi síðan 1922. Nálægt því 247 500 rúml. eða 14% af rúmlestamagni því, sem nú er í smíðum á Bretlandseyjum, er selt til útlanda eða ætlað til skrásetningar erlendis. Rúmlestamagn þeirra verzlunarskipa, sem í júnílok var í smíðum ánnars staðar í heiminum, var 1 512 382, og var það 68 441 rúmlest minna en í marzlok. (Upplýsingar um skipasmíði vantar frá Danzig, Þýzka- landi, Japan, Póllandi og Rússlandi. Jafn- framt er þess getið, að tölur þær, sem Frakkar bafa gefið upp, séu ónákvæmar.) Lönd þau, er mest smíða auk Stóra-Bret- lands, eru þessi: Bandaríki Norður-Ameriku 386 583 rúml., Sviþjóð 190 170 rúmk, brezku yfirx-áðasvæðin 169 673 rúml. (Kanada er talið þar með, en þar er í smið- um 121198 rúml.), ítalia 140 887 rúml., Danmörk 139 650 rúml.. Holland 132 183 rúml., Spánn 97 376 rúml. og Belgía 91 104 rúml. Verzlunarskip þau, sem í smiðum voru í veröldinni í júnílok (þá eru undanskilin þau lönd, sem upplýsingar vantar frá og áður eru greind) voru samtals 3 277 325 rúmlestir brúttó. Þar af voru 53.9% i Stóra- Bretlandi og Irlandi og 46.1% annars staðar. Miðað við þann ársfjórðung, sem um er að ræða (apríl—júní), var í Stóra-Bretlandi og Irlandi búið að setja á flot 374 405 rúml.. en á stokkum voru 329 084 rúml.. Sams konar tölur gagnvart öðrnm þjóðum voru: Sett á flot 221 050 rúmlestir, en á stokkum 190 222 rúml. Alls eru 72 olíuflutningaskip, stærri en 1000 rúml., i smíðum og er rúmlestamagn þeirra 561 997. (18 eimskip 142 803 rúml. og 54 mótorskip 419194 rúml.). Af þesum skipum eru 42 skip, 327 058 rúml. í smiðum i Stóra-Bretlandi, 5 skip, 53 400 rúml. i Sví- þjóð, 8 skip, 52 325 rúml., í Ítalíu og 3 skip 36 950 rúml., í Danmörku. Af þeim verzlunarskipum, sem i júnilok voru í smíðum í Stóra-Bretlandi og írlandi Aorn 911 225 rúml. eimskip og 842 444 rúml. mótorskip. Miðað við sama tíma var annars staðar i smíðum í heiminum 700 423 rúml. eimskip og 811 959 rúml. mótorskip. Skýrsla þessi frá Lloyd’s, er birtist í tíma- jitinu Shipping, er ekki margorð, en gefur eigi að síður margt til kynna, því að töl- urnar tala sínu máli. Bretar einir smíða nú meira en helming þeirra skipa, sem smíðuð eru i heiminum,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.