Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 10

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 10
232 Æ G I R Fiskveiðar Pólverja. Pölverjar stunduðu nokkuð fiskveiðar fyrir styrjöldina og liöfðu aukið þær tals- vert á áruiium 1930—39. Er Þjóðverjar réð- ust inn í Pólland, var Pólverjum fyrirmun- að að stunda áfrain ]>essa atvinnugrein og slóð svo öll styrjaldarárin. Pólska fiskimálaskrifstofan hefur nú fyrir skömmu látið grennslast eftir hvað orðið hefði af þeim fiskibátum, sem Þjóð- verjar tóku. Þessi könnun hefur leitt í ljós, að 50 pólskir fiskibátar voru á brezka her- námssvæðinu í Þýzkalandi. Af þeim hafa 11 þegar verið fluttir til Póllands, en hinir munu verða fluttir á næstunni. Tveir pólskir fiskibátar, sem komust undan til Sviþjóðar á styrjaldarárunum, eru einnig komnir heim. Hjálparstofnun sameinuðu þjóðanna ( UNRRA) hefur fyrir nokkru keypt 15 stóra fiskibáta í Danmörku fyrir Pólverja, einnig hefur hún pantað 18 báta í Englandi, sem væntanlega verða afhentir Pólverjum á þessu ári. Um miðjan maí síðasll. gerðu Pólverjar 03 skip út til veiða og áttu flest þeirra heima í Gdynia eða 41. Skip þessi voru öll með vélum. Á sama tíma voru 20 fiskiskip í smíðum í Póllandi og 39 í viðgerð. Ætlað er að Pólverjar fiski nú á mánuði hverjum um 1500 smál. Megnið af þeim afla ei þorskur, en einnig nokkuð koli og lax. Þetta aflamagn hefur ekki verið unnt að hagnýta sem skyldi, sökum skorts á kæli- íúmum. Upp á síðkastið hafa verið gerðar tilraunir með að flytja fiskinn í flutninga- bilum frá Gdynia til Varsjá og selja liann þar ferskan beint frá bílunum. Ókunnugt er livernig tilraunir þessar hafa gefizt. Þess má gela í sambandi við endurnýjun pólska fiskiflotans. að pólskir hermenn í Englandi, sem í vor og sumar hafa verið leystir úr herþjónustu, eiga að hverfa í þjón- ustu sjávarútvegsins. Mönnum þessum er gefinn kostur á menntun í þessu skyni. Er um að ræða þrenns konar námsskeið, eitt i'yrir þá, sem vilja hafa umsjón með útbún- aði skipa og veiðarfæra, annað fyrir þá, sem ætla sér að verða fiskimenn og þriðja fyrir þá, sem vilja fá atvinnu við fisk- verzlun. Pólskur togaraskipstjóri veitir fyrsta námsskeiðinu forstöðu, en þar er kennt uppsetning veiðarfæra og viðgerð, segla- og reiðagerð o. s. frv. Þeini, sem ætla að gerast fiskimenn, er m. a. kennt að nota sjókort, undirstöðuatriði í fiskifræði, svo sem að þekkja hinar ýmsu fisktegundir, hvar þær veiðast lielzt og hvernig með þær er farið. Þá er þeim einnig veitt fræðsla í alþjóðleg- um fiskilögum og reglum. Þriðja hópnuin. er m. a. kennd meðferð á aflanum, svo sem flökun, pökkun o. s. frv. Margir í þessum hópi er að námi hjá fisksölum i Aberdeen. Bandaríkin leggja fram fé til þessarar fræðslustarfsemi, en pólska stjórnin í Lon- don sér um framkvæmd fræðslunnar með aðstoð brezku stjórnarinnar. Þótt Bretar vænti þess, að njóta fyrst í stað vinnuafls þeirra Pólverja, sem þar er verið að búa undir störf i sjávarútvegi, mun þessum mönnuin þó aðallega ætlað að hjálpa til við uppbyggingu sjávarútvegsins í heimlandi sinu. ^J* ♦£♦ ♦*« ♦*♦ ♦jt ♦*« ♦*♦ ♦*« ♦*♦ «J« ♦*« ♦*« ♦*« ♦*« ♦*« ♦*♦ ♦*« ♦*« ♦*« «J« ♦*♦ ♦*« «J« ♦*♦ ♦*♦ ♦*♦ ♦*« ♦*♦ ♦*♦ «J« ♦*♦ ♦*♦ «J« ♦] Sjávarútvegurinn færir þjóðinni nær allan þann gjaldeyri, sem hún þarfnast til kaupa á nauðsynjum utanlands frá, en án þeirra \erður ekki lifað mannsæmandi lífi í þessu landi. Efling sjávarútvegsins er því fyrsta boðorð hvers íslendings. Skortur á fjár- magni er að hefta eðlilega framþróun sjávarútvegsins. Með því að kaupa vaxta- bréf stofnlánadeildarinnar leggja menn fram nauðsynlegt fjármagn til farsællar þróunar sjávarútvegsins. •J•♦J♦*J«♦J♦*J♦♦J♦•J♦*J♦•J«*J♦♦J*♦J♦♦J♦♦J♦*J♦*J♦♦J♦♦J♦♦J♦♦J♦♦J*♦J**J»*J«*J♦♦J♦•J*♦J♦♦J♦♦J♦♦J♦♦J♦*J♦♦V••

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.