Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 7

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 7
Æ G I R 22Í) Töf-lur og linurit voru fjölmörg á sýning- unni og var að sálfsögðu margt á þeim að græða. Að ókönnuðu máli verður minnsta kosti ekki fullyrt, að þar liafi gætt óná- kvæmni. Hitt dylst ekki, að þörf hefði verið á fleiri töflum og línuritum, enda hafði skotizt yfir að sýna með þeim hætti ýmis- >egt, er sízt mátti undir höfuð leggja. Sá hluti sýningarinnar, sem sýna átti framleiðsluvörur sjávarútvegsins mun hafa þótt heldur fáskrúðugur og ekki með þeim kætti, að hann væri liklegur til að auglýsa Jramleiðsluna. Hugmynd sú, sem menn lengu þar um þó þróun, er örðið hefur í framleiðslu sjávarafurða, var næsta húm- kennd. Óljóst hugboð fengu menn um það, að íslendingar verki saltfisk og ekkert var a sýningunni, sem gat bent til þess, að þeir íramleiði þorskalýsi, fiskmjöl o. s. frv. Þótt ástæða sé til að drepa á ýmislegt Heiri í sambandi við hina ýmsu liði sýn- mgarinnar, verður þó hér numið staðar. Aðeins skal að lolcum getið þess, er vakti mesta athygli sýningargesta, en það voru ivö fiskabúr (Akvarium). í þau skipti, sem eg kom á sýninguna, virtist mér sýn- 'ngargestir hafa mestan áhuga á að skoða liskabúrin, og er mér ekki grunlaust um, að þau hafi dregið fleira fólk að sýningunni en nokkuð annað, sem þar var. Hafi markmiðið með sjávarútvegssýning- unni verið það, að birta mönnum þróunar- s°gu íslenzks sjávarútvegs og sér i lagi að kynna framleiðslu þessarar atvinnugreinar, hefur vopnið, sein nota átti lil þess, tví- •nælalaust geigað nokkuð. Hg er þeirrar skoðunar, að úr því brugðið var á það ráð að koma upp sjávarútvegs- sýningu með jafn skömmum undirbúnings- líma og raun varð á, hefði átt að láta til- gang sýningarinnar miðast við það eitt, að 'ekja almenning til skilnings á umsköpun sjavarútvegsins, trevsta ábyrgðarlilfinningu lólks gagnvart óleystum en óumflýjan- 'eguin verkefnum þessarar atvinnugreinar. A þessu var hin mesta nauðsyn, þar sem vitað var, að almenningur vildi lítt sinna akalli þeirrar lánsstofnunar, sem vera á t Sveinbjörn Egilson, fyrrv. ritstjóri Ægis, lézt að heimili sínu 25. október síðastliðinn, 83 ára að aldri. — Hans verður minnst í næsta blaði. eins konar bakhjallur þeirra framkvæmda, sem úrlausnar bíða í sjávarútveginum. Ráðið til þess var ekki eingöngu fólgið í þvi að sýna, hvað nýsköpunin hafði fengið á orkað, heldur engu síður hinu, að leiða at- hygli fólks að óleystum verkefnum nýsköp- unarinnar. Nauðsynlegt var að greina náið frá, hver þessi verkefni voru og gera sem ljósasta þýðingu þeirra fyrir útveginn og búskap þjóðarinnar. — Slíka sýningu hefði vafalaust verið hægt að undirbúa á tiltölu- lega skömmum tíma og markmið hennar var ekki út í bláinn eins og allt er í pott- inn búið. L. K. m Sjávarútvegurinn færir þjóðinni nær allan þann gjaldeyri, sem hún þarfnast til kaupa á nauðsynjum utanlands frá, en án þeirra verður ekki lifað mannsæmandi lífi í þessu landi. Efling sjávarútvegsins er því fyrsta boðorð hvers íslendings. Skortur á fjár- magni er að hefta eðlilega framþróun sjávarútvegsins. Með því að kaupa vaxta- bréf stofnlánadeildarinnar leggja menn fram nauðsynlegt fjármagn til farsællar þróunar sjávarútvegsins. «j. «j. +*+ ♦$♦ ♦$♦ *%* ♦!♦ •{♦ ♦£♦ ♦!♦ ♦£♦♦*♦♦♦♦ ♦ !♦

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.