Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 26

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 26
248 Æ G I R Vélstjórar! Notiá hinar viáurkenndu smurningsolfur CASTROL ÁLBION DEUSOL OLÍUVERZLUN ÍSLANDS H.F. (Aáalumboá fyrir C.C. Wakefield & Co. Ltd.) Fiskimannaskóli í Bodö. Norðmenn munu liafa orðið fyrstir allra þjóða til þess að stofna skóla fyrir fislci- menn. Tók skóli þessi til starfa haustið 1939 og er hann i Aukra. Nú hafa þeir koniið upp svipuðum skóla í Bodö og tók liann til starfa nú í haust. Norskir fiskimenn eiga greiðan aðgang að þessum skólum, því skólagjald er ekk- ert. — Á þessum skólum er hægt að ljúka 1. og 2. stigs fiskimannaprófi, en þau veita mönnum réttindi til að stjórna fiskiskipum við strendui- Noregs. En öðrum þræði læra nemendur vélfræði, meðferð og tilbúning veiðarfæra, fiskifræði (bæði líffræðilega og að því er tekur til daglegra starfa), haf- fræði, dýrafræði, grasafræði, eðlisfræði og efnafræði. Þá er þeim kennt lieilsufræði, þjóðfélagsfræði, bókfærsla, töflu- og línu- ritagerð. En auk þess læra nemendurnir í þessum skólum allt er lýtur að meðferð og verkun aflans og er þeim veitt góð aðstaða til þess. Þannig fer nokkuð af kennslunni í skólunum í Bodö fram í rannsóknarstofu liraðfrystihússins þar, en það er stærsta hraðfrystihúsið í Noregi Hér er ekki rúm til þess að minnast frek- ar á fiskimannaskóla Norðmanna, en síðar mun það verða gert, því vafalaust er hér um merkilega tilraun að ræða, sem þær fisk- veiðiþjóðir, er nokkru láta sig skipta sér- menntun hins óbreytta fiskimanns, munu lylgjast með af athygli. Þess skal aðeins getið að lokum, að Oscar Sund átti mikinn þátt í að ryðja hugmyndinni um fislti- mannaskólana braut, en liann var sá mað- urinn í Noregi, er á síðustu árum hafði unnið markvissast að því að efla hag og menntun norsku fiskimannastéttarinnar. Ritstjóri: Lúðvík Kristjánsson. RikisprentsmiCjan Gutenberg.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.