Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 6

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 6
228 Æ G I R ifti >!i Ai!i if> i^i y rfi i^i yi^i i|i yiyiyiy ly igi ly y lyy y yiy ty i{i ly iji >y i] Stærri og fullkomnari verksmiðjur til fullkominnar hagnýtingar sjávaraflans eru lífsnauðsyn íslenzku þjóðinni. Þér stuðlið að byggingu slíkra verksmiðja með því að kaupa vaxtabréf stofnlánadeildarinnar. ifI l!l itllfl >?» I?| l?l ifl >f | l!l l!l l|l ifl Mllt> 1^11^11^1 >{»>}**}* 1^1 >|l 1^1«}«Igl l|» Fyrsta deildin (reyndar var naumast að ræða um deildarskipulag á sýningunni) átti að sýna okkur (jamla límann. Svo fátækleg- ur og fáskrúðugur var þessi hluti sýningar- innar, að trauðla gat hann aumari verið. Þar voru nokkrir vaðsteinar, sem sýning- argestum var sagt að hétu handfærasökk- ur! nokkrir önglar, seilarnál, hákarlasókn, hákarlaskutull, selaskutlar og hvalaskutl- ar. Ekki voru þó nöfn við alla þessa muni. Þar var og breiðfirzkt bátslíkan og annað af Vestmannaeyjabát. Fyrir ofan þessa muni var spjald, þar sem á var letrað: „Á 14. öld óx sjávarútvegur stórum. Olli ])ví einkum aukin verzlun Hansakaup- manna og samkeppni þeirra við Englend- inga um sjávarafurðir. Skreið gerðist mikil- vægt útflutningsvara. Sjóþorp og verstöðvar efldust mjög, en landbúnaði hrakaði. Þótt ]>essi túlkun á atvinnusögu lands- manna eigi sér nokkra stoð, ætla ég þó að erfitt reynist að færa sönnur á, að sjóþorp hafi eflst mjög á þessari öld. Á þann liátt, er nú hefur verið lýst, birti sýningin nær 10 alda sögu sjávarútvegsins. Reyndar hef ég einu gleymt, en það var kú- fiskplógur, sem stóð á gólfi undir norður- gafli sýningarsalsins, einmana og umkomu- laus, slitin úr tengslum við allt, sem snerti lilgang hans og tilurð, en táknandi vottur þess, hve tilviljun gat ráðið þvi, hvað á sýn- ingunni lenti eða ekki. En þótt þessi „um- komuleysingi" sé talinn til gamla tímans, mun vitneskja flestra sýningargesta um for- sögu sjávarútvegsins ekki hafa aukizt stór- mn við að litast um á sýningunni. Tengslin milli forsögu sjávarútvegsins og þeirra þróunarstiga, er síðar bólaði á í þess- um atvinnuvegi voru ekki markandi á sýn- ingunni. Þróun sjávarútvegsins síðastl. 70 ár var kynnt með þeim hætti, að fæstir munu hafa orðið ýkja fróðari um skútuút- gerðina, vélbátaútveginn né togaraútgerðina við það að skoða sýninguna. Öllum má þó vera ljóst, live mikilsvert það er, að sýn- ing, sem á að veita mönnum fræðslu um sjávarútveginn fyrr og siðar, geti gefið sæmilega órjúfandi heildaryfirlit yfir fyrr- nefnda þætti þessa atvinnuvegar. Á norðurgafli sýningarsalsins var stórl spjald og á það teiknuð ýmis veiðarfæri. Hafi þarna átt að sýna þær tegundir veiðar- færa, sem íslendingar afla með, en tilgang- urinn gat naumast verið annar, þá hafði láðst að sýna þar bæði dragnót og þorska- net. Þess var látið ógetið, hvenær íslend- ingar tóku að nota þau veiðarfæri, sem þarna voru teikningar af. Þetta er aðeins Jítið dæmi um það, að sýningin var ekki undirbúin með þeirri nákvæmni og vand- virkni, sem þörf hefði verið á. Margar myndir og líkön voru á sýning- unni, er snertu sildarútgerðina og síldar- iðnaðinn. Ekki fengu menn þó af þeim ljósa hugmynd um veiðarnar sjálfar né vinnslu síldarinnar. Ógerningur var fyrir ókunn- uga að fylgjast með því, hvernig þessari veiðiaðferð er hagað og sama var að seg.ia um gang vinnslunnar (prócessinn). Skipalíkön voru þarna all mörg og enn fremur teikningar af skipum. Var sá hluti sýningarinnar sennilega beztur, þótt þar væri eigi að síður sitthvað við að athuga. Einkum varð manni á að spyrja, hvaða er- indi öll hin sænsku skipalíkön ættu á is- lenzka sjávarútvegssýningu. Varð ekki annað séð en þau væru eingöngu til eyðu- fyllingar. Nýsköpun sjávarútvegsins var gerð all mikil skil á sýningunni, svo sem vera bar, cn þó var þar sumt hvað með þeim hætti, að ósjálfrátt læddist að manni sú hugsun, að þar væri að finna næmari skilning á gildi auglýsinga en menn urðu t. d. varir við í sambandi við þann hluta sýningar- innar, sem sýna átti framleiðsluvörur sjáv- arútvegsins.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.