Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 17

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 17
Æ G I R 239 Verður bylting í veiáarfæragerá? Undanfarið hefur nokkuð verið um það laett i norskum blöðum, að svo kunni að Uira á næstunni, að bylting verði í veiðar- færagerð, þar sem notað verði í veiðafæri eUii, sem ekki rotnar og er sterkara en nokkurt annað efni. Efni þetta heitir nylon °g er eins konar gervisilki, sem er framleitt 1,r kolum og amid. Hér á landi er það þekkt- ast i sambandi við kvensokka (sbr. nylon- sokka). Efni þetta er fundið upp í Ameríku °g hefur nú hin síðustu ár farið sigurför nm lieiminn. Það, sem heyrzt hefur síðast í sambandi við þetta efni er, að það muni valda byltingu í veiðarfæragerð, sem hafa niuni hina mikilvægustu þýðingu fyrir sjávarútveginn. Franr til þess hefur verið ókunnugt um það, að hægt væri að fram- leiða fiskilínur og þráð í net og nætur, sem ekki rotnaði, en nú er það talið hægt með því að gera það úr nylon. Amerikurnenn kafa þegar gert tilraunir með efni þetta í veiðarfæri og einnig Svíar. °g er það hlutfall svipað og mun hafa vérið u,u og eftir siðustu aldamót. í nær því ald- ai'fjórðung hafa afköst Breta i skipasmíð- lirn ekki verið jafn mikil og nú. Smíði þeirra fyrir erlendar þjóðir er ekki nema 14% af rúmlestamagninu og gefur það glögglega til kynna, að þeir ætli sér ekki að vera eftir bátar annara í siglingum fremur en áður. Danmörk er 6. landið i röðinni með ná- lega 140 þús. rúmlestir, eða rétt að segja á korð við ítaliu. Um það bil helmingur af þeim skipastól, sem er í smíðum, er eimskip og hinn helm- ingurinn mótorskip. Fróðlegt hefði verið vita, hve mikill hluti gufuskipanna er uieð oliukyndingu. »*♦«*♦•*« ♦** •'* •þ*’**|i »*♦ »*♦ **♦ »'»»*• •*« ****** *** ****** *** */ •** *)* *|* ‘|4 Stærri og fullkomnari verksmiðjur til fullkominnar hagnýtingar sjávaraflans eru Iífsnauðsyn íslenzku þjóðinni. Þér stuðlið að byggingu slíkra verksmiðja með því að kaupa vaxtabréf stofnlánadeildarinnar. *%»*■***?■» **♦ «§m§» «Sm£m§m§m$m$» *%**%* *** *!* *** *** *** *♦***■• ****** *** Samkvæml upplýsingum, sem fiskimála- skrifstofan norska befur gefið, er gervi- silkiverksmiðja í Noregi, sem hefur hug á að framleiða úr nylon þráð í veiðarfæri. Einnig er verið að undirbúa stofnun veiðar- færagerðar, er framleiði nylon-veiðarfæri. Fiskimálaskrifstofan var spurð að þvi, hvort hin nýja veiðarfæragerð, sem fiski- mannasamtökin norsku er i þann veginn að koma á fót, mundi framleiða nylon-veiðar- færi. Svarið var á þá leið, að fiskimenn- irnir yrðu að hætta við Jiessa veiðarfæra- gerð, nema því aðeins að þar yrðu notuð nýjustu efni til framleiðslunnar, þar á meðal nylon. Margur spyr, hvort veiðar- færi úr nylon verði ekki svo dýr, að óger- legt reynist að nota þau til hinna almenn- ustu veiða. Því er svarað til, að i fyrstu muni mönnum finnast þau dýrari en þau veiðarfæri, sem nú eru notuð, en sökum þess hve vel þau endast, mun reynslan verða sú, að fiskimennirnir telji þau borga sig bezt allra veiðarfæra. Sjálfsagt er, að íslendingar fylgist vel með hverju fram vindur i þessu efni, því að ekki er að efa, að það muni hafa mikil- væga þýðingu fyrir sjávarútveginn ef sú fregn reynist rétt, að upp sé fundið efni í veiðarfæri, sem sé sterkara en öll önnur efni og rotni ekki, en þrátt fyrir það svo ódýrt, að kleift verði að kaupa þau og nota við almennar veiðar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.