Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 20

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 20
242 Æ G I R Nýtt hraðfrystihús í Reykjavík. Sökum þess, hve þróun hraðfrystiiðnað- arins hér á landi h'efur verið ör, hafa margs konar missmíði átt sér stað í sambandi við hraðfrystihúsin sjálf og fyrirkomulag þeirra. Mönnum þeim, er að iðnaði þessum slanda, er fyrir löngu orðið þetta Ijóst og verður það æ ljósara eftir því sem þeir kynnast betur tækni í þessum iðnaði hjá þeim þjóðum, sem þar standa í fremstu röð. Ekki er að efa, að íslendingar munu hagnýta sér þessa tækni eftir því sem kost- ur er. Erfitt mun reynast að beita henni í hinum eldri húsum nema að gera á flest- um þeirra all miklar breytingar. Hins veg- ar horfir öðru vísi við með þau hús, sem nú eru í smíðum eða upp kunna að rísa. Á síðastliðnum vetri tók nýtt hraðfrysti- liús til starfa í Reykjavík, sem hefur að ýmsu leyti betri úthúnað og fullkomnara vinnslukerfi en dæmi rnunu til hér á landi. Hraðfrystihús þetta er endursmíðað úr saltfiskverkunarhúsunum á Kirkjusandi (innri) en við þau er slceytt stórri ný- byggingu. Eigendur hússins er Kirkju- sandur h/f. Fiskmóttökusalur er 208 m2 að stærð og mun vera hægt að taka þar á móti allt að 100 smál. fisks í einu til vinnslu. í þessum sal er fiskúrinn þveginn í vél áður en hann fer í flökun. Flökunarsalur er 105 m2 og geta flakað þar 20 manns. Vigtunar- og pökkunar- salur er 93 m2 og geta unnið þar um 25 manns. Vinnusalur sá, er frysting flak- anna fer fram i, er 82 m2 og eru þar 10 verðmæti. — í grein þessari er ekki sérstak- lega getið um síldarmjöl- og síldarolíu, þær framleiðsluvörur, sem verulegu máli skipta fyrir okkur. Máske er einnig átt við þær, ])ar sem minnst er á fiskimjöl og fiskolíur. Fyrir strið var Hamhorg aðalsölumiðstöð i Evrópu fyrir síldarmjöl og síldaroliur. Stærri og fullkomnari verksmiðjur til fullkominnar hagnýtingar sjávaraflans eru lífsnauðsyn íslenzku þjóðinni. Þér stuðlið að byggingu slíkra verksmiðja með því að kaupa vaxtabréf stofnlánadeildarinnar. hraðfrystitæki. Vélasalur frystihússins er 120 m2 að stærð. Á lofti yfir kæligeymslu er komið fyrir kaffistofu og umbúðar- geymslu. 1 öllum vinnusölum er blásturs- hitunartæki og er hægt að tempra hitann eins og vera ber á hverjum tíma. Klæða- skápar eru fyrir um 40 manns og einnig mjög fullkomin hreinlætistæki. Frysting er framkvæmd með tveggja þrepa „Stal“ frystivél 130 þús caloríur. —- Er þetta sænsk vélategund, sein er mjög víða í notkun á Norðurlöndum. Vélin vinnur á 10 direkte hraðfrysti- tæki. Nú er frystingin framkvæmd á 1%—2 klukkustundum. Afköst eru því örugglega 1%—1% tonn á klukkustund af flökum. Frystitækin eru þannig útbúin, að vinna má frá báðum hliðum við þau, sem er nýj- ung hér, og eykur það vinnuhraða, þæg- indi og aukin afköst. Til kælingar á geymsluklefum er noluð eins þreps „Stal“ frystivél, 70 þús. caloríur. — Frystir vél þessi og viðheldur frosti í ca. 600—700 tonna geymsluklefa, en gert er ráð fyrir, að hún geti viðhaldið frosti í allt að helmingi stærri geymslu en nú er fyrir hendi, með 8—10 stunda daglegri keyrslu. Fyrrgreindar frystivélar eru knúðar með rafmagnsmótorum, en til öryggis eru tvær Jnternational-diesel vélac, 100 hestafla. Önnur dieselvélin knýr einnig rafal 30 lcw., sem framleiðir þannig jafnframt rafmagn til ljósa, dæla og fleiri tækja, ef bæjarraf- magn bilar. Til þess er notuð sú dieselvél, sem knýr minni frystivélina.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.