Ægir

Árgangur

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 9

Ægir - 01.10.1946, Blaðsíða 9
Æ G I R 231 hagnýla allar þær úrlausnir, er mega stuðla að því að auka framleiðsluna og gæði hennar. Styrjaldarárin reyndust fiskimönnum vorum erfiður skóli, en þeir öðluðust niikla raunhæfa reynslu, sem þeir munu nú nota við framkvæmd fimm ára áætlunar- innar og við að tryggja atvinnuvegi sínum verðugan sess meðal Ráðstjórnarríkjanna.“ Svo sem þessi frásögn ber með sér, er hin fy rirhugaða aukning Rússa á sjávarútveg- inum ekkert smáræði. Hún mun þó koma fæstum á óvart, er spurnir höfðu af því, live fiskveiðar þeirra jukust mikið næstu árin fyrir styjöldina. Auk þess sem Rússar hafa sjálfir hafið sniíði á f'jölda fiskiskipa, leita þeir nú fyrir sér um siníði á fiskiskipum erlendis. Enska hlaðið „The Fishing News“ getur þess 10. úgúst síðstl., að Rússar hafi samið um smíði ú 60 átlatíu rúmlesta fiskibátum í Dan- mörku. Bátar þessir eiga að vera tilbúnir að tveim árum liðnum. Rússar leggja sjálfir til eik í skipin. Sagt er, að danskir skipa- s>niiðir liafi boðizt tíl að smíða 100 fimmtíu i'úmlesta báta á ári, en hins vegar hefðu þeir ekki aðstöðu til að smíða svo marga 80 rúm- lesta háta. Blaðið „Commercial Fishermen’s Week- Jy“ birti eftirfarandi grein um fiskveiðar Rússa 19. júlí síðastl.: Eftir því sem segir í fréttum frá Rúss- landi, stunduðu Rússar fiskveiðar í ríkari niæli á styrjaldarárunum en nokkru sinni :>ður. Hve góður árangur náðist er þakkað ngætri samvinnu, er var milli vísinda- nianna, haffræðinga og fiskimannanna. Vís- mdamenn fengust við rannsóknir á nýjum liskislóðum og aðstoðuðu við að ráða fram nr ýinsum viðfangsefnum í þágu sjávarút- 'egsins. Gerðar voru vísindalegar tilraunir ineð að ala upp nýja fiskstofna á vissuin svæðum með því að flytja seiði liafa á milli. Bannig hafði fiskur, er heitir grey mullet, verið fluttur úr Svartahafi í Kaspíahaf og þrifizt þar vel. Fyrir nokkrum árum veittu menn því at- hygli, að fiskur í Kaspíaliafi hafði ónóga fæðu. Var þá tekið það ráð að flytja lin- dýr og annað æti fyrir fisk úr Azovhafi í Kaspíahaf. Lánaðist þetta ágætlega, og hef- ur nú styrjan, sem er verðmætasti fiskur- inn í Kaspíahafi, næga fæðu. Veiðar eru nú stundaðar á fiskislóðum, er Rússar hafa ekki áður aflað á. Brislings- veiðin í norðurhluta Kaspíahafs er nú sex eða sjö sinnum meiri en fyrir styrjöldina. Bonitaveiðarnar í Svartahafi og lýrveiðarn- ar á norðlægum fiskislóðum eru einnig stundaðar meira en áður. Rannsóknarstofnun Rússa fyrir fiskveið- ar og haffræði færir nú mjög út starfssvið sitt og fæst meira við raunhæf viðfangs- eíni. Á Sjakalin og Kurileyjum er fiskihöfn- um, niðursuðuverksmiðjum og hraðfrysti- liúsum koinið í það horf, er samsvarar kröf- um tímans. Hafnirnar í Nikolaevsfls (við ána Amur) og Petropaolovsks verða endur- bættar. Koina á upp stóru hraðfrystihúsi í Komsomolsk við Amur. Fiskveiðar frá Murmansk eru þegar byrj- aðar á ný. Sérstakar fiskihafnir verða byggðar í Azov, Iverch, Mariupol, Osipenko og Khers- on. Sjávarútvegurinn fær í sína þjónustu flugvélar, kafara og kafbáta. Sérstök raf- segulmögnuð áliöld verða notuð til að leita upp fiskinn í Barentshafi og fylgjast með göngunum. Astralía flytur inn brezka skipasmiái. Samkvæmt áætlun, sem gerð hefur verið um innflutning á fólki frá Bretlandi til Áslralíu, hefur það verið tryggt, að í hópi innflytjendanna verði að minnsta kosti 1000 skipasmiðir. Að öðru leyti er helzt óskað eftir börnum, konuni og fyrrverandi hermönnum. — Gert er ráð fyrir, að fyrsli innflytjendahópurinn komi til Ástralíu seinast á þessu ári.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.