Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 9

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 9
Æ G I R 251 Matthías Þóráarson: Verndun fiskimiáanna og viáhald fiskstofnsins. Grein sú, sem hér fer ú eftir, er hluti af útvarpserindi, sem flutt var síðastliðið haust. Hugmynd sú, sem Matthías setur hér fram, hefur vakið athygli meðal sjómanna, enda verður sú nauðsyn æ Ijósari, að spornað sé við Jwí sem föng eru ú að gengið sé um of ú fiskstofninn. Ilugmyndin um haffiskaklak, ú þann lxútt, sem Matthias getur um, er ekki ný, þvi að hún mun fyrst hafa stungið upp kolll í sjómannaalmanakinu enska úrið 1906 og það sama úr sagði Matthias Þórðarson frú henni í „Ægi“, en hann var þú að hefja göngu sína undir hans stjórn. Þú mun henni litt eða ekki hafa verið veitt athygli hérlendis, enda ekki að sama skapi ústæða þú fyrir íslcndinga að gefa henni gaum sem nú. Matthías vinnur ekki einvörðungu að því hér, að þessi klakaðferð verði framkvæmd ú þann hútt, sem hann getur um í greininni, heldur og erlendis. — Væri fróðlegt fyrir íslenzka sjómenn að heyra úlit fiskifræðinga okkar um uppústungu Matthiasar. — Ritstj. Fiskurinn tregast. ísland liggur í Norur-Atlantshafinu hér um bil mitt á milli hinna fiskisælu miða við Norður-Norveg að austan, Nýfundna- Iands og Labrador að vestan, og er því miðstöð í afarstóru fiskisvæði, sem teygir sig milli tveggja heimsálfa. Hvort um sér- stakan fiskstofn sé að ræða fyrir ísland eða meira og minna sameiginlegan fyrir allt þetta stóra svæði skal ekki deilt um hér, en það mun vera staðreynd, að fiskur merktur á hrygningarsvæðinu fyrir sunn- an ísland hefur veiðzt við Lofoten, Fær- eyjar, Vestur- og Austur-Grænland og jafnvel við Nýfundnaland, og er því ekki ólíklegt, að þar sem þorskur frá íslandi fiskast venjulega á sumrum í ríkum mæli við Vestur-Grænland, að yngri árgangar frá ís,Iandi flytjist einnig vestur um haf til Labrador og Nýfundnalands, þótt það sé enn þá ekki rannsakað til hlítar. Á þessu víðáttumikla svæði, sem hér er um að ræða, liafa fiskveiðar verið stund- aðar lengur eða skemur og aukizt smátt og smátt eftir því sem tímar liðu. Löngu áður en Ameríka byggðist af hvítum mönnum og fiskimiðin við Nýfundnaland, Labrador, Grænland og Norður-Norveg voru sótt af framandi þjóðum, höfðu er- lendir fiskimenn í hér um bil tvö hundruð ár slundað fiskveiðar við ísland. Ástæðan var ekki eingöngu sú, að afli var nægur við ísland, heldur að siglingaleiðin var til- tölulega stutt, hafnir góðar og lítið eftirlit með veiðunum. Fiskimiðin við ísland hafa þvi verið sótt og notuð af fjölda skipa miklu lengri tíma en fiskimið, sem lengra lágu í burtu eða voru ókunnug með öllu,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.