Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 21

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 21
Æ G I R 263 Ishenvoods, enda verður hann alltaf tal- inn brautryðjandi í smíði stórskipa. „Great Eastern“ var smíðað með algerri iangskipsbendingu. Böndin voru gerð úr plötum og vinklum, eins og fram kemur á uppdrættinuin. Bandabilið frá kjöl að húfnum var 20", en á húfnum og síðunum tvöfalt meira að neðsta þilfari. Innan á böndunum var vatnsheld innsúð. Þessi heildar-innsúð eykur mikið styrkleikann, auk þess sem hún veitir mikið öryggi gagnvart áverka á ytri súð skipsins. Eftir því sem bezt verður séð af uppdráttum, hafa verið 16 vatnsheldar skiljur. — Margt er það í „Great Eastern“, sem er frábrugðið nútíma skipasmíði og fjærri því að fylgja lögmáli tækninnar. Sumt er það í skipinu, sem bendir til J)ess að skipa- smiðurinn hafi ætlað að „standardisera“ skipasmíði meira en raun hefur á orðið. „Great Eastern“ var sannkallað risa- skip, sem sjá má af því, að það var 18 915 rúmlestir brúttó, en 13 344 rúml. nettó. Burðarmagn ])ess var 22 500 lestir. Sex siglutré voru á skipinu og flatarmál segl- anna var 60 þús. ferfet. í áratugi áræddi enginn skipasmiður að smíða jafnstórt skip. Aðeins þrjú skip stærri en 10 þús. rúmlestir voru smíðuð á árunum 1892—95, seytján skip á árun- um 1896—99 og 32 skip á árunum 1900— 1903. En þá Iiófst nýtt timabil í sögu skipasmíðanna með því að þá var farið að hagnýta eimtúrbínuna. Siglingasaga „Great Eastern" varð ekki löng. Það fór nokkrar ferðir yfir Atlants- haf og var sú merkust, þegar skipið lagði fyrstu símalínuna milli Austur- og Vestur- álfu. Eftir það lá „Great Eastern“ árum saman í brezkri höfn og „bar bein sin“ í heimalandinu. En sagan geymir nafn skips- ins og skipasmiðsins Brunels. „Lusitania“ og „Mauretania“. Milli brezkra útgerðarmanna var kapp- hlaup um að eignast sem stærst og hrað- skreiðust skip og má rekja l)að eins langt og siglingasaga þeirra nær. En þetta kapp- hlaup var þó með sprettum, líkt og þegar hlaupagarpar reyna að komast hver fram fyrir annan. Rétt fyrir aldamótin voru smiðuð systur- skip, sem hétu „Campania“ og „Lucania". Þau voru 13 þús. rúmlestir brúttó livort þeirra og sköruðu þá fram úr öllum öðrum skipum, ekki eingöngu vegna stærðar, lieldur miklu fremur hins, hversu hratt þau gátu farið. Meðalhraði þeirra á ferð- um yfir Atlantshaf reyndist 22 sjómílur á klukkustund, en mest komust þau 23 sjómílur. Hér var ekki um að ræða sam- keppni milli þjóða, heldur heimilsam- keppni, ef svo mætti orða það. En um þetta Ieyti var að þróast skipasmiðastétt í Þýzkalandi og mátti varla á milli sjá, livor snjallari var, Bretinn eða Þjóðverj-

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.