Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 27

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 27
Æ G I R 269 skipinu en árangurslaust. Þetta skip og öll önnur hraðskreið skip sigldu ekki í skipalestum. Skipstjórinn einn vissi hvert ferðinni var heilið hverju sinni. \ eg'na liraðans urðu kafbátar lítt að tjóni hinum stóru skipum. „Queen Elisaheth" flutti 811 þús. hermenn milli landa á styrjald- arárunum og sig'ldi hálfa milljón sjómílur. Báðar „drottningarinnar“ fluttu lYi millj. hermenn og vegalengdin, sem þær sigldu, samsvaraði því, að þær hefðu farið 88 l'erðir kringum hnöttinn. „Drottningarnar“ sigla nu báðar milli Bretlands og Bandaríkjanna og ber fremur að telja þær sem skemmtiskip en venjuleg fólksflutningaskip. Þær halda hraðametinu á sjónum og ekki eru horfur á því í s\ip- inn, að fram úr því verði farið. Innrétt- ingu skipanna var lokið síðari hluta árs 1946. Allt skennnt var rifið burt og bæði skipin voru innréttuð með það fyrir aug- um, að skemmtisiglingafólki geti liðið sem ]3ezt. — Öldustokkur skipanna var látinn óhreyfður eins og hermennirnir höfðu skil- ið við hann, en hann er þéttsettur inn- greiptum fangamörkum hermanna, einkum amerískra. Vélar „drottninganna“. Hér að framan hefur ekkert verið vikið að vélaútbúnaði þessara stærstu farþega- skipa heimsins. Verður nú reynt að greina nokkuð frá honum í aðalatriðum. Meðfylgjandi uppdráttur sýnir fyrir- komulag í 4-skrúfu risasldpi. Vélum og' kötlum er dreift um allan innri botn skips- ins. Smávélar (miðað við það, sem hér er uin að ræða) svo sem átta 1100 kw. rafalar eru ekki sýndir á uppdrættinum. Aðalvélarnar eru 4 algerlega sjálfstæð kerfi af Parsons túrbinum með einföldum niðurfærslu „gearing“, staðsett í tveim vélarúmum. Kerfin, sem knýja ytri skrúf- urnar, eru í fremra vélarúminu, en þau, sem knýja innri skrúfurnar, eru i aftara vélarúminu. Hvert túrbínukerfi er samsett úr há- þrýstitúrbínu, fyrstu milliþrýstitúrbínu, annarri milliþrýstitúrbínu og lágþrýstitúr- bínu. — Með venjulegu álagi er snúnings- hraði háþrýsti- og fyrstu milliþrýstitúrbínu um 1530 snúningar á mínútu, og snúnings- hraði annarrar milliþrýsti- og lágþrýsti- túrbínu er um 1930 snúningar á mínútu. Hin framleidda orka frá hverri túrbínu er yfirfærð með drifhjóli á eitt aðalgear- hjól á fremri enda hvers skrúfuáss og snún- ingshraðinn færður niður í 180 snúninga á skrúfunni. Skrúfurnar eru fjögra blaða úr „mangan“bronsi, 19 fet og 7 þuml. i þver- mál og vega 32 smálestir hver. Hvert kerfi (samstæða) framleiðir 40 þús. áshestöfl ineð venjulegu álagi. Alls þarf því 160 þús. hestöfl til þess að knýja hvort þessara risaskipa með 29 sjómílna hraða á klukku- stund. — Til samanburðar má geta þess, að Sogsvirkjunin er um 20 þús. hestöfl og áætlað er að þar sé hægt að virkja 130 þús. hestöfl miðað við fulla nýtingu allra nothæfra fallhæða. Allt smíði á túrbínum krefst sérstakrar nákvæmni, en auk þess er ætíð mesta

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.