Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 31

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 31
Æ G I R 273 Hvar er „Queen Elisabeth“ smíðuð? Skipið er smíðað í Glasgow. Nær sanni væri reyndar að orða það svo, að það væri smíðað „i Bretlandi“. Bolur skipsins og að sjálfsögðu nokkuð meira er smíðað við ána Clyde, og þar er allt sett saman. í nálega hverri einustu l)org Bretlands er einhver hjlutur smiðaður. Ef litið er á landabréf með táknmyndum yfir alla þá staði, þar sem smíðaðir hafa verið hlutir í skipið, verða fyrir auga manns hinar dreifðu plötusmiðjur um allt landið, þá stórborg- irnar: London, Birmingham, Sheffield, Manchester, Liverpool, HuII, Newcastle, Edinborg, Dundee, Belfast. Svona mætti halda áfram að telja og fylla heila síðu. Þegar um slík skip er að ræða, er allt smíð- að í Bretlandi smátt og stórt. Hins vegar gildir það ekki um smáskip, enda ekki að sama skapi metnaðarmál, að þar skari fram úr í einu og öllu. Hér skal vikið að skýringu á því í hverju metnaður Breta er fólginn að því er snertir skipasmíðaheiður þeirra. Arið 1893 voru stórskipin „Campania“ og „Luciana“ smíðuð. Stýrin voru smíðuð úr einni plötu, sem fest var við sterka arma, er festir voru við stýrisásinn, sem þó náði alla leið niður. Hver stýrisplata var 22—0" X 11'6" X 11W og því ekkert smá- smiði. Aðeins örfáar plötusmiðjur í heim- inum gátu valsað svona stórar plötur og vegna lítillar samkeppni var verðið því mjög hátt. Það varð úr, að plöturnar í stýri þessara skipa voru smíðaðar hjá Krupp í Þýzkalandi. Plötusiniðirnir brezku risu nú upp gegn forráðamönnuin þeim, sem stóðu fyrir því að láta Þjóðverja annast þetta verk, og ritstjórar stærstu blaðanna gerðu slíkt hið sama. Það skipti engu máli, hvort stýrisplöturnar voru smíðaðar í Englandi, Wales, Skotlandi eða írlandi, en að láta smíða nokkuð af sjálfu stýrinu í Þýzka- landi, það var óþolandi metnaðarleysi. Mál þetta endaði á þá Iund, að eftir að skipin höfðu farið nokkrar ferðir, sá einhver (lík- lega Breti) sprungu í plötunum, svo að eig- Hálfur þvcrskurður af „Qnccn Elisabeth“ miðað við að skipið lœgi við Miðbakkann. Berið saman hœð skipsins og hæð hafnarluissins. endur skipanna létu smíða ný stýri, og vit- anlega í Bretlandi. Þetta atvik sýnir, að Einar Benediktsson hefur ekki verið fjarri því að skilja lund Bretans, þegar hann kvað: „Þegar býður þjóðarsómi þá á Bretland eina sál“ í upphafi þessarar greinar var varpað fram þessari spurningu: „Hefur stærð skipa náð hámarki?“ Ekkert hefur verið dregið frain, sem veitir tilefni til ótvíræðr- ar ályktunar. Einkum er það tvennt, sem \erið hefur stækkun skipa til fyrirstöðu, en það er: 1. Hraðinn. Að geta komizt sem fljótast á milli áfangastaða. Skipstæknin er úr leik að þessu Ieyti og flugtæknin skipar önd- vegi. 2. Það veldur skipasmiðum áframhald- andi áhyggjum, að geta elcki gert styrkleika skipa nógu mikinn, því að náttúruöflunum verður ekki hreytt, öldur, ís og stormur er staðreynd, sem ekki verður gengið fram hjá. Ef til greina kæmi sterkara og ódýrara efni en stál, væri stækkun skipa hugsanleg, en ekki er vitað um neitt slíkt.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.