Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 22

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 22
264 Æ G I R „Manrctania“ hleypt af slokkunum. inn. Og staðreynd er það, að Þjóðverjar smíðuðu á þessum árum fullkomnasta At- lantshafsfarið, er enn hafði verið gert, en j>að hét „Kaiser Wilhelm der Zweite“. Það var 706 fet á lengd („Lucania“ 622 fet) og 72 fet á breidd, en hraði þess varð 23% sjómíla á klukkustund. Bretar áttu því sannarlega við ramman reip að draga, ef þeir ætluðu að standa Þjóðverjum á sporði í skipasmíði. En hrezkir skipasmiðir voru staðráðnir í að smíða stærra og hraðskreiðara skip en „Kaiser Wilhelm der Zweite“. Einkum var það þrennt, sem olli þeim áhyggjum í því sambandi. 1) Með þeirri vélategund, sem áður hafði bezt reynzt, varð nú að framleiða svo milda orku, að hægt væri að knýja áfram miklu stærra sltip en áður og með enn meiri hraða. 2) Stærstu skipasmíðastöðvarnar voru við of þröngar og grunnar ár til þess að fullnægja rými og djúpstöðu væntanlegs skips, enda þurfti mikið til. 3) Það hefur ætíð verið mikið vanda- mál fyrir skipasmiði að gera stór skip nægilega sterk til að standast mikinn sjó- gang, og því meiri vandi sem skipið er stærra. En allir beztu skipasmiðir Breta lögð- ust á eitt til að leysa þenna vanda, og þeim tókst það á þann liátt, sem nú skal greint frá. 1) í stað hinna áður þekktu véla með strokk og bullu komu nú 4 túrbinur, er voru settar sin á hvern skrúfuás. Hér var um mikilsverða nýjung að ræða. Snúnings- hraði skrúfunnar jókst stórlega, varð minnstur 189 snúningar á minútu. Keppi- nautar Breta spáðu því, að allar þessar fjórar skrúfur yrðu flautaþyrlar, sem yrðu skipinu ekki að neinu liði til fram- dráttar. En Bretar áætluðu, þrátt fyrir alla spádóma, að hraðinn mundi verða 25 sjó- mílur á klukkustund. Og sú áætlnn varð sér ekki lil skammar, því að í reynsluferð var hraðinn rösklega 26 sjómílur. — í sam- bandi við hraðann má geta þess, að saman- lagt afl allra vélanna var 70 þús. hestöfl. í skipinu voru 23 tvíenda aðalkatlar, 192 eldhol og eimþrýstingurinn var 195 pund á ferþumlung. 2) Þá þurfti að gera sér grein fvrir því, hvernig setja skyldi skipið á flot. Við þá athugun kom i Ijós, að kjalarhællinn mundi rétt strjúkast við hotn árinnar og að stýrið mundi rekast í árbakkann liinum megin skömmu eftir að framstafnið var laust við bakkastokkana. Rennibrautirnar urðu að vera tvær og hvor um sig 6 fet á breidd, smurðar með feiti. Það var vanda- samt verk að reikna út, hvernig þetta mætti lakast giftusamlega. Meðal annars þurfti að áætla, hve mikið þarf að hemla 17 þús. lesta þungt skip, sem rennur með miklum hraða niður eftir hálum rennibrautum (sleskjum), svo að það stöðvist rétt áður en stýrið rekst i bakkann hinum megin árinnar.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.