Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 30

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 30
272 Æ G I R Hálfur þverskurður af „Queen Elisabclh“ borin saman við liœðina á iurni Landakoiskirkju í Reykjavík. 4. Vélaorkan hefur tvítugfaldazt. 5. Ketilþrýstingur er nú 17Y> sinni meiri en fyrir 80 árum. Margar tölur hafa verið settar fram í þessari grein og þótt leiðar séu til aflestrar, tala þær þó skýrustu máli. En mat manna á þýðingu talna er misjafnt og getur því oft verið mikils virði að sýna gildi talna í myndum og verður það nú gert. Ég hef teiknað „Queen Elisabeth“ á tveim stöðum inn á Reykjavíkurhöfn. Margan mun undra það, að liægt skuli vera að snúa skipinu á höfninni og sig'la því út aftur. En höfnin er ekki svo lítil, þótt dýp- ið sé hins vegar hvergi nóg, og enginn bakki í höfninni er nógu langur lil þess að „Queen Elisábeth“ get lagst við hann. Annars ætla ég, að myndin sé svo glögg, að hún skýri sig fyllilega sjálf. í Gdyniahöfn hins stóra Póllands er ekki hægt að snúa skipinu annars staðar við en rétt innan við hafnarmynnið, því að liöfnin er mjó renna og skásettar slcipa- kvíar til hliðar. Á annarri mynd er sýndur % þverskurð- ur af „Queen Elisabeth“ borin saman við liæðina á turni Landalcotskirkju. Hann nær ekki nema upp á „promenade“þilfarið, en þar fyrir ofan eru fjórar húshæðir, eða um 11 metrar. Á enn annarri mynd er sýndur sami % þverskurður á „Queen Elisabeth“ miðað við að skipið lægi við Miðbakkann, en þar inundi vera tæplega nóg viðlegupláss, þótt Grófarbryggja og Loftsbryggja væru teknar I>urt og nægjanlegt dýpi væri þar heldur ekki. Á þessari mynd er hæð Hafnarhúss- ins tekin til samanburðar. Turnútskot hússins nær nokkuð upp fyrir „promen- ade“þilfar, aðeins hærra en turninn á Landakotskirkju, miðað við, að turninn standi á jafnsléltu við botn skipsins. Hæð- arhlutföllin eru rétt, en breidd hafnarbakk- ans er ekki í réttu hlutfalli, enda táknaður með sundurslitinni línu eins og sjá má á myndinni. Sjómenn, sem sigldu um úthöfin á stór- um seglskipuin, liöfðu oft gaman af að segja frá ýmsu, sem þeir höfðu séð, og þá einkum skipunum, sem þeir höfðu verið á og var sannleikurinn þá ekki alltaf þræddur. Enhverju sinni sagði sjómaður frá því, að kokknum hefði orðið mjög mislagðar hendur við matargerðina og hefði hann því húizt við skömmum og jafnvel líkamlegri liirtingu. En hann sá það ráð til að komast hjá því, að fela sig' í kúffnálargati, þar til skipverjum var runnin reiðin. Á hverju seglskipi er svokallaður nálabekkur á inn- anverðum skjólhorðsstoðunuin. Göt eru gerð á bekkinn og' í þau stungið tréþollum, kúffnálum — en fölunum er fest við þessa þolla, sem eru 3—4 cm í þvermál. En á skipi kokksins hefði þollurinn átt að vera um 40 cm. í þvermál, ef gatið hefði átt að vera manngengt, svo trúlegt sem það er. — Ef við gerðum ráð fyrir tilsvarandi kúff- nálum á „Queen Elisaheth", ætti þvermál gatsins að vera 160 cm og mætti þá teyma hest í gegnum gatið á nálabekknum.. Hin- um skreytna sjómanni, sem vildi telja mönnum trú um, að kokkurinn hefði leynzt í kúffnálargati, hefur því vafalaust ekki dreymt um slik risaskip sem „drottning- arnar“ brezku.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.