Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 14

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 14
256 Æ G I R :ið frjóvgast. Þessi samanburður gefur ó- neitanlega góðar vonir um árangur af til- raunum þeim, sem hér er stungið upp á. í sambandi við það, sem hér er sagt, skal vakin athygli á hinni miklu fisltauð- legð, sem verið hefur við Vestur-Grænland hin síðustu ár, þar sem enginn fiskur var sagður áður. Ekki er ólíklegt, að meira eða minna samband sé á milli haffiski- klaksins, sem framkvæmt hefur verið við strendur Norður-Ameriku um nokkurra árabil og þessarar auðlegðar. Eg efast ekki um það. Ég tel nauðsynlegt, að klak á ýmsum kolategundum kæmist til framkvæmda hið allra fgrsta. í því augnamiði yrði óef- að hyggilegast að byggja klakstöð í landi, helzt í Faxaflóa. Eiðsvik eða þar í nánd er óefað heppilegur staður, því að sam- kvæmt rannsóknum, er danskir fiskifræð- ingar gerðu um aldamótin síðustu, álitu þeir, að þar væri hin auðugasta og mesta fæðingar- og' uppeldisstofnun kolans við Faxaflóa. Erlendum fiskimönnum sé óheimilt að fiska nær landi við ísland, en landhelgis- takmörk viðkomandi lands ákveða. Hér að framan hefur þess verið getið, að nytjar landsins — þar með talin fiski- iniðin og hrygningarstöðvarnar — tilheyri landinu og landsmönnum og' engum öðr- um. Sem vott um viðurkenningu á þessum rétti, kröfðust Bretar samþykkis lands- höfðingja i landhelgisákvæðunum 1901. Um breytingar á þessum samningi ber því að semja við þá. Aðrir koma tæplega til greina. Erlendir sildveiðimenn hér við land hafa enga samninga gert við stjórn landsins um rekstur veiðanna. Þeir taka aflann frá landsmönnum og spilla á margan hátt cflamöguleikum þeirra. Þeir vinna að verkun á aflanum, aðgerð á veiðarfærum og umskipun á afla og nauðsynjum í land- lielgi og oft á höfnum inni. Við heimaland sitt hafa þessir fiskimenn 4ra sjómílna landhelgi og stærri. Það virðist ærið ósann- gjarnt, að þeir geti áskilið sér frekari rétt- indi við ísland en þeir heimila öðrum þjóð- um. Þar af leiðandi hafa Svíar, Norðmenn, Finnar o. s. frv. ekki neina heimild til að fiska nær landi við ísland, en 4 sjómílur frá landi, eða í þeirri fjarlægð, sem íslend- ingar sér að skaðlausu vilja veita þeim. Islendingar hafa enga ástæðu til að veita öðrum þjóðum ívilnanir, hverju nafni sem þær kunna að nefnast, til reksturs fisk- veiða við landið, þeim atvinnuvegi, sem hagsæld landsmanna bgggist á í mítíð og framtið. Að síðustu má benda á þá staðreynd, að landsmenn reka þorskveiðar með stgrk frá ríkinu. Þetta út af fyrir sig ætti að vera nægileg hvöt til þess að taka þær til- lögur til íhugunar um verndarráðstafanir til viðhalds fiskstofninum, sem bent er á hér að framan. Um sildveiðarnar er svipað að segja. Ár eftir ár hafa þær brugðist og meðfram þess vegna er ríkið komið í al- varlega fjárþröng. Það virðist því orð í tima talað að hafist sé Imnda og gerðar séu viðeigandi ráðstafanir til að vernda þennan atvinnuveg fgrir gfirgangi erlendra fiskimanna. Það eru aðeins örfáir áratugir síðan landið var verstöð erlendra fiskimanna. l'rakkar höfðu útgerðarbækistöð sína á lielztu höfnum á landinu og Norðmenn höfðu hér hval- og síldveiðaflota sína til þess að fullnæg'ja eftirspurn heimamark- aðarins á hval- og síldarlýsi. En lands- menn fengu, ef svo má að orði kveða, að- eins reykinn af réttunum. Þótt ótrúlegt megi virðast, tókst að lag- færa þetta. Vafalaust má vænta þess, að ýmsar þær misfellur, sem hér er bent á, takist einnig að bæta.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.