Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 12

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 12
254 Æ G I R er liggja að Norðursjónum, þar sem þessi ríki komu sér saman um að hvert fyrir sig væri skyldugt að annazt löggæzlu úti frá ströndinni á svæði, er næmi þessari vegalengd. Engin þessara þjóða krafðist neinna sér- réttinda nema Norðmenn, sem óskuðu að verja 4ra sjómílna svæði rit frá ströndum Noregs bæði við Norðursjóinn og annars staðar. Engin önnur ríki hér í álfu hafa hagað sér eftir þessum ákvæðum, heldur sett landhelgi sína eftir því, sem þau hafa á- litiö hagkvæmast til verndar fiskveiðum sinum og öðrum hagsmunum. Landhelgis- talunörk margra ríkja í Evrópu, svo og i öðrum heimsálfum eru t. d. 4—6—8 og 10 sjómílur jafnvel 20 sjómilur frá strönd- inni, svo að það er enginn alþjóðamæli- kvarði fyrir því, hversu langt hagsmuna- svæði livers einstaks lands nær frá strönd- inni. Landgrunnið við strendur íslands er al- menningur, sem allir nota, en enginn ann- azt eða hefur eftirlit með. Að láta það viðgangast, að úrvals fiskimið landsins — hrygningarstöðvarnar — séu umsjónar- og eftirlitslausar, er óhæfa, blátt áfram óvið- eigandi, og þegar afleiðingarnar koma í ljós í allri sinni alvöru, verður að grípa til varúðarráðstafana. Vitanlega verður Islendingum, sem linepptir eru innan 3ja sjómílna takmark- ana, örðugt að gera óskir sínar og kröfur gildandi. En hafi menn trú á góðum mál- stað og vinni í einlægni að framgangi máls- ins með festu og hyggindum, mun mega treysta því, að fullur sigur fáist að lokum. íslendingar eru sjátfstæð þjóð og yfir- ráðin gfir landgrunninu (fiskimiðunum) hefur enginn og getur ekki haft nema ís- lcndingar einir. Þeir verða því að krefjast jiess að fá þennan rétt viðurkenndan og jafnframt fá vald til þess að gera þær varnarráðstafanir til varðveizlu fislcstofns- ins við landið, sem nauðsyn krefur. íslendingar gera ekki og hafa aldrei gert neinar kröfur til að hagnýta sér nytjar annarra landa og óska sér ekki íhlutunar- réttar um hagmunamál þeirra, og vænta því jafnréttis, hvað þetta snertir. Að sjálfsögðu verða landsmenn að tryggja sér góða samvinnu við nágranna- ríkin. Þrátt fyrir margt, sem borið hefur á milli í þúsund ára sögu, þá er reynslan sú, að þar eiga landsmenn velviljaða og réttsýna nábúa. Til þessara sömu nábúa má bera það traust, að þeir sýni lands- mönnum fulla sanngirni og viðurkenni réttmæti kröfu þeirra. Nokkrar uppástungur til athugunar. Eftir þvi sem næst verður komist, liggja 91o af fiskimiðum landsins fyrir utan hina svo kölluðu landhelgi. Þess vegna hefur það ekki verulega þýðingu, þótt landhelgin fengist aukin sem svaraði cinni sjómílu út frá stöndinni. Með landhelgi, sem væri 4 sjómílur, ykist svæðið, sem þarf að vera allmikið, án þess að tilgangurinn með stækkun landhelginnar — verndun fiski- miðanna og hrygningarstöðvanna -—- yrði náð nema að rnjög litlu leyti. Og þar sem gæzla 3ja sjómílna svæðisins við landið þykir örðug og svæðið tæplega varið um aðal aflatímann svo fullnægjandi sé, þá mundi varzlan ekki verða minni örðug- leikum bundin, ef þessi umtalaða aukning landhelginnar kæmist í framkvæmd. Að öllu athuguðu virðist því stækkun landhelginnar ætti að vera falin í því, að flóar og firðir, 20 sjómílna breiðir og minni, yrðu taldir landhelgi, í stað 10 sjó- mílna, sem nú er. Ákvæðið um að firðir og víkur 10 sjómilna breiðir og minni skyildu teljast landhelgi, var sett af brezk- um stjórnarvöldum, með samþykki brezkra útgerðarmanna, í samningi þeiin, er lands- höfðingi fékk til undirskriftar árið 1901, og voru það nokkurs konar sárabætur til íslenzkra bátafiskimanna fyrir usla þann, er hið nýja veiðarfæri, botnvarpan, gerði á grunnmiðunum við Iandið. Með tilliti til síldveiða, er erlend riki og einstakir útgerðarmenn reka hér við land, þá ber þess að geta, að flestar þær þjóðir,

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.