Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 35

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 35
Æ G I R 277 Fyrrgreindum bát var hleypt af stokk- unum 25. júní síðastl., en reyndur var hann hálfum mánuði síðar, og varð hraði hans í þeirri ferð 9—10 sjómílur. Hluta- íelagið „Vísir“ á Húsavík keypti bátinn, en skipstjóri á honum er Þórhallur Karls- son á Húsavík, kunnur aflamaður norðan- og sunnanlands. Báturinn var nefndur „Smári“. —• Hann er smiðaður úr eik og furu nema þilfarið, sem er lir oregon-pine. Hvalbakur er á honum, framstefni nokkuð lotað, og afturstefni með hinu svonefnda „krydser“-lagi. 1 bátnum eru vistarverur fyrir 16 menn. Olíukynnt eldavél er í hásetaklefa, en vist- arverur aftur í bátnum og í brú eru allar hitaðar með rafmagni. Aðalaflvél bátsins er 220 hestafla List- er-dieselvél, en auk þess er 14 hestafla hjálparvél með rafal, loftþjöppu og benzin- dælu. Báturinn er útbúinn til togveiða og síldveiða. í honum er „New England“ iogútbúnaður, „Husun“ dýptarmælir, tal- stöð o. fl. „Smári“ var á síldveiðum síðastl. sumar og aflaði 2787 mál í bræðslu og 1077 tn. í salt og ís. Verzlunarfloti heimsins. Myndin hér að ofan er tekin úr tíma- ritinu „The Lamp“, og sýnir hún aukn- ingu verzlunarflotans á árunum 1914— 1947. Rúmlestamagnið er sýnt til vinstri á myndinni og er það miðað við milljónir brúttórúmlestir. Neðan við skipin er linu- rit, sem sýnir rúmlestamagn kolakyntra gufuskipa, olíukyntra eimskipa svo og mótorskipa. Má greinilega marka á línu- ritinu, að rúmlestamagn kolakyntra gufu- skipa hefur verið um 100% 1914, en árið 1947 er það aðeins tæp 30% af öllum verzlunarflota heimsins. Hins vegar þekkt- ust olíukynt gufuskip ekki 1914, en eru

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.