Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 33

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 33
Æ G I R 275 Hið nýja flutningaskip S. I. S. Síðast í nóvember kom til landsins nýtt flutningaskip, sem er eign Sanibands ísl. samvinnufélaga. Skip þetta heitir „Arnar- fell“ og er smíðað í Sölveborgs Varvs- och Rederi A/B, Sölvesborg í Svíþjóð. „Arnarfell“ er 1381 rúml. brúttó, en burðarmagn þess er 2300 smál. Lengd þess er 88.8 m, breidd 12.34 m og full- hlaðið ristir það 17 fet. — Aðalaflvélin er 1600 hestafla „Polar-dieseI“, en auk þess eru tvær 135 ha. rafmagnsvélar svo og Ijósavél. Fullfermt gengur skipið 12.5 míl- ur, en í reynsluför fór það 14 sjómílur. Vistarverur skipverja eru í senn þægi- legar, rúmgóðar og snyrtilegar. — Fjórar lestar eru í skipinu og eru þær allar með millidekki. Innréttingu er svo hagað, að hægt er að nota sjó fyrir seglfestu. Sér- stakar dælur dæla sjónuni í þessi rúm, sem annars eru veinjulegar lestir, en með sérstökum útbúnaði. Með þessum hætti, er hægt að spara þann kostnað, sem því l'ylgir að skipa seglfestu á og úr skipi. — Siglingatæki skipsins eru öll mjög vönduð. í skipinu er „Gyro“-áttaviti og sjálfstýris- útbúnaður í sambandi við hann, svo að skip- ið getur stýrt sér sjálft, þegar í rúmsjó er komið. „Autoalarm" er einnig í skipinu, en það tæki gerir viðvart með klukknahring- ingu víða um skipið, ef skip innan vissrar vegalengdar sendir frá sér neyðarmerki. ,.Decca-“ og „Loran“ tæki verða einnig innan skamms sett í „Arnarfell“. Dýplar- mælir er af „Huges“-gerð. — Þetta nýja skip virðist vera hið vandaðast að öllu leyti og fyrirkomulag þess sem flutninga- skip mjög hentugt. Skipstjóri á „Arnar- felli“ er Sverrir Þór, 1. stýrimaður Guðni Jónsson og Emil Pétursson 1. vélstjóri. Skipið verður skráð á Húsavík, en þar starfar sem kunnugt er elzta samvinnufé- lag landsmanna. Vélbáturinn „Smári" á Húsavík. Haustið 1948 hafði Slcipasmíðastöð Hafnarfjarðar starfað í þrjátíu ár. Júlíus V. J. Nýborg skipasmíðameistari hefur verið framkvæmdarstjóri hennar frá önd- verðu og jafnframt haft umsjón með allri smíði á stöðinni. — | þann mund, sem skipasmíðastöðin átti 30 ára afmæli, var þar í smíðum 65 rúmlesta bátur, og var það 9. báturinn yfir 12 rúml., sem smíð- aður hefur verið í stöðinni, en auk þess hafa margir minni bátar verið smíðaðir þar. Nljóafirði og var byrjaður að bæta jörðina á einn og annan hátt. Hann var giftur Þórunni Einarsdóttur á Hofi, og lifir hún mann sinn ásamt 2 börnum og fósturbörnum. Árni Vilhjálmsson.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.