Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 32

Ægir - 01.11.1949, Blaðsíða 32
274 Æ G I R Engelhart Svendsen látinn. Hann hét fullu nafni Engelhart Holst Svendsen, og var fæddur í Tönsbergi í Nor- c.gi 15. deseniber 1889, og því rétt að kalla sextugur, er hann lézt. Hann varð bráð- kvaddur 14. okt. síðastl. Með Engelhart er hniginn einn sá, er vann ómetanlegt starf fyrir vélbátaútgerð- ina hér á Austförðum, og vil ég þvi biðja Ægi að geyma mynd af honum ásamt þessum línum. í æsku fluttist hann til íslands með for- eldrum sínum. Faðir hans var vélameistari við hvalveiðistöðvar Ellefsens, sem margir kannast við, fyrst á Önundarfirði og síðar á Mjóafirði. Hann ólst þannig upp í um- hverfi, sem mótaði allt hans líf. Vélsmíði og vélgæzla varð hans ævistarf. Hann var fæddur verkfræðingur, ef svo mætti segja. Það var mikið tjón, að hann skyldi ekki fá verkfræðilega menntun, svo mjög sem allt verklegt lá opið fyrir honum, hvort sem var á sjó eða landi. En störfin tóku hug hans allan þegar á barnsaldri, og hann mátti aldrei vera að því að setjast á skóla- bekk. Hann nam allt lífið af reynslunni, það sýndi bezt, að þrátt fyrir allar vélfræði- legar nýjungar, sem orðið hafa á þeim tíma, sem hann starfaði hér á meðal okkar, kom maður aldrei að tómum kofunum, er talið barst að liinni nýju véltækni, það lá allt opið fyrir honum, enda mun hann hafa aflað sér þeltkingar með lestri vélfræðirita. Upp úr aldamótunum síðustu fluttust, sem kunnugt er, bátamótorarnir hingað til í skýrslu um skip í siníðuin í heiminum, sem birtist í skipasmíðatímaritinu „Ship- huilding and Shipping Record“ 28. júlí síð- astl., er skýrt svo frá, að ekkert skip í smíð- um sé stærra en 30 þúsund rúmlestir, tvö eimskip milli 25 og 30 þús. rúml. í Bret- landi, tvö mótorskip á Ítalíu 25—30 þús. rúml. og eitt skip í Bandaríkjunum 20—25 þús. rúmlestir. lands. Kom þá fljótlega í Ijós almenn van- þekking á meðferð þeirra. Þá þegar leituðu menn til vélaverkstæðisins á hvalveiðistöð- inni á Asknesi, ef eitthvað bilaði, sem oft bar við, og er hvalveiðistöðvarnar lögðust hiður hér og hvalveiðimennirnir leituðu til annarra landa með þessa atvinnu, varð Engelhart eftir, og starfaði upp frá því við vélaviðgerðir og vélgæzlu, ýmist á sjó eða landi. Ekki skulu rakin hér einstök atriði úr starfi hans, en ég held, að ekki sé liægt að lýsa betur hæfni þessa fágæta véla- manns, heldur en felst í því orðtaki, sem menn brugðu oft fvrir sig, þegar ólag var á vélunum og erfiðlega gekk með þær. „Farðu til hans Engelharts, hann verður ekki lengi að koma rokknum í lag.“ Það er ekki ofmælt, að hann gat lagfært fyrir menn flesta hluti, allt frá einföldustu heim- ilisvélum upp í viðkvæmustu viðtæki. Hann var frábær hamhleypa til allrar vinnu, þrekmaður og ósérhlífinn, vinnu- afköst hans svo, að helzt leit út fyrir, að liann væri ekki einhamur, þegar því var að skipta. Hjálpfús og greiðvikinn var liann við alla, sem til hans leituðu, og vildi hvers manns vandræði leysa. Hann hafði sérstak- lega viðkvæma lund og mátti ekkert aumt sjá. Sannur íslendingur varð hann þegar á unga aldri, og sérstaldega virtist hann ekki geta verið til langframa annars staðar en í Mjóafirði. Siðustu árin bjó hann á Hofi í

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.