Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 102

Tímarit lögfræðinga - 01.03.2004, Blaðsíða 102
sem kveða á um öryggisráðstafanir sem vátryggður skal gæta, svo sem að hafa í vátryggðri eign slökkvitæki eða að reiðhjól sé jafnan læst þegar það er ekki í notkun.173 Akvæði sem gera ábyrgð félagsins háða því að vátryggðum mun hafi verið haldið við á fullnægjandi hátt yrðu með sama hætti talin til varúðarreglna. Skilmálaákvæði í bifreiðatryggingum, sem kveða á um að félagið sé laust úr ábyrgð vegna skemmda sem verða á vátryggðri bifreið þegar henni er ekið af manni sem ekki hafði ökuskírteini, hafa ekki samkvæmt orðalagi sínu að geyma bein fyrirmæli um aðgæslu af hálfu vátryggðs. Slík ákvæði hafa hins vegar að geyma „dulbúna hegðunarreglu“ þar sem vátryggður verður að gæta að ökurétt- indum þeirra sem aka bifreiðinni vilji hann ekki að félagið losni úr ábyrgð. Slík ákvæði falla því vel að þeirri skilgreiningu varúðarreglna sem sett var fram hér að framan og hafa enda verið talin til varúðarreglna í framkvæmd eins og nán- ar verður rætt í kafla 4.2. Af framkvæmd dómstóla á Norðurlöndum er hins vegar ekki að sjá að beinlínis hafi verið fylgt þessari aðferð við aðgreiningu hlutlægra ábyrgðartakmarkana og varúðarreglna.174 Aðferðin er heldur ekki alls kostar heppileg þar sem ekki er útilokað, eins og áður segir, að skilmálaákvæði uppfylli formskilyrði þess að geta talist varúðarregla þrátt fyrir að félaginu sé allt að einu heimilt að bera það fyrir sig sem hlutlæga ábyrgðartakmörkun. I skilmálum líftrygginga er sjaldnast að finna varúðarreglur, enda er ekki ráð fyrir þeim gert í VSL eins og áður er getið.175 Hins vegar er ekkert í lögunum sem bannar slík ákvæði og er ekkert því til fyrirstöðu að félagið taki t.d. upp í skilmála líftryggingar varúðarreglur sem kveða á um að sá sem tryggður er skuli fara í læknisrannsókn árlega og fylgja fyrirmælum lækna.176 I skilmálum slysa- og sjúkratrygginga má finna varúðarreglur, svo sem ákvæði þess efnis að sá sem tryggður er skuli leita aðstoðar læknis eftir slys og hlýða fyrirmælum hans. Slík ákvæði má telja varúðarreglur í skilningi 124. gr. VSL.177 Þá má telja ákvæði í skilmálum slysatryggingar ökumanns, þar sem kveðið er á um að ökumaður skuli hafa ökuskírteini, varúðarreglur í skilningi 124. gr. VSL, eins og nánar verður fjallað um í kafla 4.2.178 173 Danska áfrýjunamefndin í vátryggingamálum hefur hins vegar til skamms tíma talið, að ákvæði í innbústryggingu fjölskyldutryggingar um að reiðhjól skuli læst með sérstaklega viðurkenndum lás, sé hlutlæg ábyrgðartakmörkun, eins og fjallað verður nánar um í kafla 4.4. 174 Hins vegar er í greinargerð með frumvarpi til hinna nýju norsku FAL m.a. talið að draga megi úr vandkvæðum við aðgreiningu varúðarreglna og hlutlægra ábyrgðartakmarkana með nákvæmari skýringu laganna á hugtakinu varúðarregla, sbr. NOU 1987:24, bls. 87. Þá má e.t.v. lesa svipaða niðurstöðu úr orðum Lpken, en hann telur að varúðarreglur feli jafnan í sér einhvers konar skyldu til athafna, en felist athöfn hvorki í aðgæslu varúðar né vanrækslu hennar þá verði 51. gr. FAL ekki beitt, sbr. Loken, bls. 98. 175 Arnljótur Björnsson, (1986), bls. 70 og NOU 1983:56, bls. 84. 176 Lyngso, (1994), bls. 306. 177 NOU 1983:56, bls. 84 og Sorensen, (1990), bls. 204. Slíkum varúðarreglum er ekki ætlað að draga úr líkum á því að vátryggingaratburðurinn gerist, enda er þeim beint að þeim aðstæðum þeg- ar hann hefur þegar orðið. Þess í stað er reglunum ætlað að draga úr afleiðingum vátryggingarat- burðarins. 178 Sprensen. (1990), bls. 196. 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.