Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Page 15

Morgunn - 01.12.1946, Page 15
MORGUNN 85 ar við okkur með hinum sama yndisþokka sem áður úr byrginu. Rödd hennar minnir á hljóm silfurbjallna. Hún virðist hafa það hlutverk að geta í hug fundargesta um þrá þeirra til endurfunda við horfna vini, flytja orðsend- ingar, huggun og hughreystingu. Hún stendur lengi við. Talar um fyrri samfundi við suma fundargesti og um ást- vini þeirra, sem þar séu viðstaddir hinum megin frá. Nær- vera hennar er frábærlega yndisleg. — Um 20 verur koma fram, hver af annari. Tala allar meira og minna, sumar næstum fullum rómi, aðrar jafnvel sterkri röddu. Þær ganga um í hringnum, sveifla slæðuhjúpúm sínum og síð- um ermum, svo að mest líkist því, að léttar þokur svífi fram og aftur með miklum hraða. Verurnar eru mjög mis- jafnar að líkamsstærð og fasi, karlmenn og konur. Arm- leggirnir verða vel greindir gegnum hjúpinn, karlmanns- armleggir, kvenarmar. Andlitsfall sést ógreinilega. Þó verð- ur það vel greint, að höfuðbúningurinn, sem er úr hinu sama hvíta efni, hylur ekki andlitið. Og vel sést móta fyr- ir megindráttum þess, augum og brúnum, nefi Og höku, og heildarmismunur á andlitsfari karla og kvenna verður vel greindur. Vera kemur fram, sem á ástvin í hringnum. Hún geng- ur til hans, lýtur að honum og vottar honum kærleika sinn með atlotum. Hún er yfirkomin af tilfinningum og græt- Ur, þegar hún hverfur aftur inn í byrgið. Sumar verurn- ar reyna að ná til þeirra, sem sitja í ytri hring, teygja hendur sínar yfir innri hringinn og leggja þær á höfuð vina sinna eða strjúka þei mum vangann. Haraldur Níelsson kemur fram. Nefnir nafn sitt og heils- ar sterkri, hásri röddu. Hann talar til allra, en snýr sér síðan sérstaklega að mér. Biður mig fyrir kveðjur heim. Talar um starfið heima og biður mig að leggja því lið. Hann leggur höndina á höfuð mitt og klappar síðan þétt- uigsfast á öxlina á mér. Það sópar sérstaklega að honum, °g allur bragur persónunnar er gagnlíkur því, sem er svo hiinnisstætt um Harald.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.