Morgunn


Morgunn - 01.12.1946, Side 34

Morgunn - 01.12.1946, Side 34
104 MORGUNN en myndi hafa dottið, ef ég hefði ekki tekið móti honum. Þetta kom ekki af því, að hann væri svo lémagna, heldur af því, að hann gat ekki haldið jafnvæginu. Einkennilegt er, að fulloröinn maður skuli þurfa að læra að ganga. En ég vissi, að hann hafði fengið fullan og varanlegan bata. Af hendingu frétti ég af honum tveim mánuðum síðar. Hann hafði verið látinn iðka líkamsæfingar. Vöðvar hans höfðu náð eðlilegum styrk. Hann hafði fasta atvinnu og komst vel af“. Eins og ég vék að í fyrra erindi mínu er það sönnuð stað- reynd, að þegar karl eða kona hvílir í dásvefni og dagvitund þeirra og skilningarvit eru óvirk, þá kemur fram hjá hinum sofandi persónum hæfileiki til að sjá og skynja hluti, ekki aðeins á þeim stað, er tilraunin fer fram, heldur og hluti og viðburði í fjarlægð. Þetta er sönnuð staðreynd. Og slík fyr- irbrigði hafa komið Erskine til að spyrja: Er vitandi mann- legrar undirvitundar sál hans? Ég ætla hér að segja frá einu slíku, er meðal annarra hefir komið Erskine til að telja þetta vera sennilegt. Vitneskja sú, er fram kom við tilraun þá, er hér um ræðir, var hvorki til í vitund dávaldsins eða þess, sem dásvæfður var. Og tilraun þessi hafði ekki verið undirbúin að neinu áður en hún hófst. Kvöld nokkurt kom 16 ára gamall piltur heim til Er- skines. Hann var sonur góðvinar hans, Mr. Jack Mardell, er var starfsmaður við portúgölsku sendisveitina. Um hríð röbbuðu þeir saman um daginn og veginn, unz Erskine spurði piltinn, hvar faðir hans mundi vera staddur. Piltur- inn kvaðst ekkert um það vita. „Hverju skyldi hann hafa svarað, hefði hann verið í dásvefni?“ hugsaði Erskine með sjálfum sér. Hann bað piltinn um leyfi til að dásvæfa hann og varð hann fúslega við þeirri ósk. Að vörmu spori var hann fallinn í djúpan dásvefn. Erskine spurði hann nú aft- ur að hinu sama. Nú stóð ekki á svarinu hjá piltinum. Lýs- ing hans á athöfnum föður hans var svo ýtarleg og nákvæm, að því er virtist, að Erskine fór þegar að rita niður það, er

x

Morgunn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.