Jazzblaðið - 01.04.1950, Qupperneq 5

Jazzblaðið - 01.04.1950, Qupperneq 5
satt, því að Árni er fyrsti píanóleikar- inn, sem Birni hefur tekizt að halda lengur en ár, og nú er Árni búinn að vera þar tvö ár. Ég spurði Árna um álit hans á Be-bop, en hann hefur sem kunnugt er lagt mesta rækt við þá tegund jazzins. ,,Það er nú búið að spyrja svo marga um þetta“, sagði Árni, „svo að ég kemst ekki hjá því að endurtaka það, sem hin- ir hafa sagt, nefnilega það, að Be-bop sé þróun í rétta átt. Enginn skyldi hjakka í sama farinu ár eftir ár, eins og stundum vill brenna við“. Síðan spurði ég hann um uppáhalds hljóðfæraleikarana hans, og hann sagði: „Benny Goodman er alltaf beztur, fras- eringarnar hjá honum — þar kemst ekkert nærri. Mel Powell er alltaf skemmtilegur píanóleikari. — George Blues. Mótað í leir af Árna Elfar. Jam-session. Mótað í leir af Árna Elfar. Shearing er stórfinn — bæði hann sjálf- ur og hljómsveitin". Þar sem Árni er einn yngsti píanó- leikarinn okkar, spurði ég hann hvort hann hefði tekið nokkra hérlenda píanó- leikara sér til fyrirmyndar. „Jú, það gerði ég“, sagði Árni. „Kristján Magnússon, sem var hjá Birni á undan mér var mín fyrirmynd. Hugmyndir hans í impróviseringum eru framar öllu öðru, sem maður heyrir hjá hérlendum píanóleikurum '. Árni, eins og ég sagði að framan, er þekktur fyrir góðar teikningar. Hann er mjög handlaginn. Fjórtán ára gamall smíðaði hann hvorki meira né minna en heilan kontrabassa. Hann hefur mótað talsvert í lair og fylgja þessari grein myndir af tveimur FRAMH. á bls. 10. JasMaáiS 5

x

Jazzblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.