Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 8

Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 8
„King Cole tríóið er nokkuð sem a 11 i r hefðu gott af að hlusta á — það er fullkomnasta hljómsveitin, sem ég hefi nokkurn tíma heyrt“. Þannig farast hinni frægu Mar’y Lou Williams orð um Cole tríóið. Eng'inn er í vafa um, að orð hennar eru sannleik- ur — King Cole tríóið, sem fyrir sex árum fékk 100 dollara kaup fyrir kvöld- ið fær nú meira en tífalt hærri upp- hæð fyrir jafnlangan vinnutíma og eiga þeir félagar það meir en skilið, slík er snilli þeirra. Nathaniel „King“ Cole fæddist 17. marz 1917 í Montgomery í fylkinu Ala- 1938. — Oscar Moore guitar, King Cole piavó og Wesley Prince bassi. bama. Hann var í gagnfræðaskóla í Chicago og strax eftir skólanámið stofnaði hann hljómsveit, sem lék í Chicago. Hann hafði lært á píanó hjá ágætum kennara. Hljómsveitin ferðað- ist með revíuleikflokknum „Shuffle along“ um Bandaríkin og hafnaði í Los Angeles, þar sem allt fór í mola og hljómsveitin losnaði upp. King Cole fékk vinnu sem einleiks- pínaóleikari í næturklúbbum í borginni og nokkru siðar stofnaði hann tríó. Þetta var um 1938 og voru í tríóinu auk Cole, Wesley Prince bassaleikari og Oscar Moore guitarleikari, en Cole réði hann samkvæmt ráðleggingu Lionel Hampton. Tríóið lék í all-langan tima í Hollywood og fleiri borgum á vestur- strönd Bandaríkjanna, en 1940 voru þeir komnir til New York, þar sem þeir léku fyrir aðeins hundrað dollara yfir kvöld- ið og var þeim ekki ætlað veigameira hlutverk en það, að leika í hlé á nætur- klúbbnum Nick’s, sem þekktur er fyrir Dixieland jazz. Wesley Prince, sem átt margar hug- myndanna í hinum sérstæðu útsetning- um hljómsveitarinnar, fór í herinn og í hans stað kom Johnny Miller. Enn liðu tvö ár og lítið jukust vin- 8

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.