Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 12

Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 12
 œjj&f HKpSff' bjjjgí Hljómsveitir úti á landi hafa risið upp hver af annarri undanfarin ár — í öll- um stærri kaupstöðunum eru sérstakar hljómsveitir, sem leika á dansleikjum og öðrum skemmtunum staðarins. Fyrir tæpum níu árum komu þrír fé- lagar saman á Akranesi og hugðu að stofnun hljómsveitar. Árangurinn varð Hljómsveit Akraness. Ingólfur Runólfs- son harmonikuleikari, sem áður hafði leikið einn á dansleikjum á Akranesi og í grendinni var í hljómsveitinni ásamt Edvard Friðjónssyni, sem einnig lék á harmoniku og Ásmundi Guðjónssyni, er lék á trommur. Hljómsveit þessi lék síð- an við miklar vinsældir Akurnesinga og nærsveitarmanna, og ekki minnkuðu vinsældirnar við það, að hljómsveitin bætti við sig tveimur árum síðar, fjórða manninum, Sveini Jóhannssyni, ungum og efnilegum trommuleikara. Þá byrjaði Ásmundur, sem áður hafði leikið á trommurnar, að leika á klarinet og altó- saxófón. Litlar breytingar urðu í hljómsveit- inni næstu árin, að því undanskyldu, að Daninn Ole Ii. Östei-gaai-d lék með þeim í nokkra mánuði á guitar, og um 1945 byrjaði Edvard að leika á tenór. Haustið 1948 tók hljómsveitin mikl- um stakkaskiptum. Ríkharður Jóhanns- son, bróðir Sveins, bættist við með altó- saxófón og klarinet, þá byrjaði Ásmund- ur með tenór, en Edvard hélt sig ein- göngu við harmonikuna. Ingólfur, sem einnig hafði leikið á harmoniku áður, byrjaði með píanó. Hljómsveitin var frá þessum tíma undir stjórn Edvards og nefnist E. F. kvintettinn. (Sjá meðfylgj- andi mynd). Hljómsveitin tók nú að lcggja meiri áherzlu á að leika útsetningar og var æft reglulega tvisvar í viku og gerir hljómsveitin það enn. Ég hef hlustað á hljómsveitina leika og var sannast að segja hissa. Ég hafði alls ekki búist við að þeir félagar gætu náð jafngóðum árangri og raun bar vitni um. Þeir vinna allir frá því eld- snemma á morgnana og fram á kvöld, svo að tími til æfinga er aldrei mjög mikill. Öhætt er að fullyrða, að hljóm- sveitin stendur sumum hljómsveitum hér í Reykjavík ekkert að baki hvað getu FRAMHALD á bls. 19. 12 Jatdjaí-J

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.