Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 17

Jazzblaðið - 01.04.1950, Page 17
★ Count Basie hefur nú orðið að fara að dæmi Goodmans, Calloway og fleiri, sem sé að leggja niður sína stóru hljóm- sveit og byrja með sextett. Þetta er í fyrsta skipti, sem hann leggur niður hljómsveit sína frá því að hann náði frægð fyrir meir en tíu árum. ★ Arne Domnerus, hinum sænska Be-bop altósaxófónleikara, er áður hefur verið get- ið í þessum dálkum, hefur verið boðið til Bandaríkjanna. Hann á að leika í hinum fræga jazz-nætur- klúbb Birdland. Senni- lega getur þó Dom- nerus ekki farið, þar sem hann er á samn- ingi í Svíþjóð. ★ Loids Jordan hefur orðið að leggja niður hljómsveit sína og hætta að leika á hljóðfæri vegna veikinda. Hljómsveit hans hefur verið ein vinsælasta litla hljómsveitin í Bandaríkjunum undan- farin ár. Plötur með hljómsveitinni hafa selzt í milljónum eintaka um heim allan, svo að Jordan dregur sig í hlé með álit- lega fjárfúlgu, nóga til að lifa góðu lífi til dauðadags, þó að hann ætti eftir að verða 100 ára. ★ Chatanooge slioshine hoy heitir lagið, sem verið hefur vinsælast í Banda- ríkjunum undanfarnar vikur. — í>að er boogie woogie lag í svipuðum stíl og „Beat me, daddy“ og má sennilega gera i'áð fyrir að fleiri boogie woogie lög komi á eftir þessu — gott tækifæri fyr- ir píanóleikai-a „að siá í gegn“. ★ Kathleeu Stobart, tenórsaxófónleik- ari í Englandi er nú byi'juð með litla hljómsveit. Ken Thorne mun útsetja fyr- ir hljómsveitina. Hann og Kathleen voru áður í hljómsveit Vic Lewis. ★ Sænslcar plötur, sem plötufyrirtæk- ið Metronome í Stokkhólmi gefur út, eru nú seldar í Bandarikjunum og líka vel. Nokkrar þeirra hafa verið talsvert leikn- ar í útvarpsstöðvum undanfarnar vikur. ★ ,,Rhapsody in blue“, kvikmyndin frá Warner Bros verður að öllum líkind- urn sýnd í Austurbæjai'bíó um hvíta- sunnuna. Þau Robert Alda, Alexis Smith og Joan Leslie fara með aðalhlutverkin. Auk þeirra koma fram í myndinni þau Paul Whiteman, Hazel Scott, Oscar Levant, George White og A1 Jolson. — í myndinni, sem á að vera æfisaga tón- skáldsins George Gershwin, eru möi-g vinsælustu lög hans. — Og hérna er svo æfingarherbergið'. jazzlfJiS 17

x

Jazzblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Jazzblaðið
https://timarit.is/publication/722

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.