Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 3

Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 3
HVAÐ UM HRAÐANN? 'Bliindi orgelsniilingurinn Helmuth Walclia, þýzkur að ætt og lieimsfrægur, hefur spilað inn á hljómplötur, tvær að tölu, Orgel- buohlein-kóraiforspilin eftir Bacli, plöturnar eru í einu umsiagi út- gefnar af fyrirtækinu ARCHIV. Walcha leikur á Sil'bermann- orgelið í Kirche Saint-le-Jeune í Strassibourg og er allur leikur hans 'hinn glæsilegastd, upptakan er hvergi nærri nógu vönduð eins og oft vtill verða með orgel-upptökur og oft mætti laga ef organistanum gæfist tækifæri til að gera sér grein fyrir, að raddir kotna allt öðru vísi út í upptöku gegnum ihljóðnema, heldur en í kirkjunni sjálfri, einnig samræmið millum raddanna bæði í pedal og hljómborðum, sama máli gegnir um úvarpsupptöku, þannig hljóma sumar hinna fögru radda Silberniann-orgelsins alls ekki vel í þessari upptöku. En hvað um hraðann? Auk allra forspilana úr Orgelbúchlein, leikur Wálcba tvö önnur: Herzlich tut mich verlangen og Herr Jesu Christ dich zu uns wend. Ég spurði sjálfan mig: Spilar hann jx'tta svona ihratt til að koma því öllu á þessar fjórar plötusíður? eða hafði Albeit Schweitzer snillinga á 'borð við Walcha í huga lj>egar hann ræddi um of mikinn Ihraða í kóralforspilum Bachs? Ég spurði einn af okkar bestu organistum um þetta, en hann vildi iítið gefa út á iþað. Orgellbúchlein Baahs er stundum kölluð biblía organistans og ‘Bach-sérfræðingar ihalda því hiklaust fram að þar tali meistarinn frá innsta hjartans grunni, jafnframt hvetja jxir organista til að ieggja meiri rælct við kóralforspilin og hiífa Litlu prelúdíunum og fúgunum, sem ekki sé alveg öruggt að séu eftir Bach sjálfan. En hvað sem iþví líður þá er ég persónulega ekki hrifinn af þessum ofsahraða hjá Walcha og allra síst væri svona spilað við messu. Þó tækni og nákvæmni séu í hámarki vili pólý- fónían (mi'Sgengisröddunin) renna saman í einn graut og alit sem heitir innileiki og andakt fer lönd og leið. Yfirleitt virðast menn hafa mjög misjafnan smekk og tilfinningu gagnvart Iiraða í fiutn- ingi, einn og sami maðurinn getur jaifnvel spilað sama verkið á mjög mismunandi hátt. Sumir spekingar vilja setja iþetta í samband við bióðrás og hjartslátt og er þá ekki að furða þó þeim hætti til að leika of hratt, sem sejast við hljóðfærið með dynjandi hjart- slátt og taugaóstyrk í hámarki. S. M. S. ORGANISTABI.AÐIÐ 3

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.