Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 7

Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 7
fengið að ráða því, sem ég vil ráða í lagavali. Sumir prestar hafa jafnvel óskað þess að ég veldi sálmana alveg einn. Svo eru einnig, sem í öðrum stéttum tii í prestastétt menn, sem eru kannske einum of ráðríkir. Ef góður árangur á að nást verður samvinna iþessara aðila umfram allt að vera góð. Utvarpsmessan er í framkvæmdinni útvarp frá samkomu manna, sem sanieiginlega \ilja iðka trú sína. Hún er ekki liugsuð sem tón- leikar eða bókmenntakynning. Hitt er aftur annað mál, að hæglega má setja saman helgiathöfn, úr ýmsu því kirkjulegu efni, sem ríkis- útvarpið á í sdnum fórum. Þess er raunar skemmst að minnast, er slíkri guðsþjónustu var útvarpað. Það var síðasta sunnudag í jólaföstu, og voru þar flutt kór og orgelverk af segulhöndum, vandaðar upptökur, sem útvarpið á. Þetta þótti mér takast vel, og mæli með þessu formi endrum og sinnum. Ég vil svo leyfa mér að vitna enn einu sinni í umrædda grein, en þar er ein málsgrein svonar „Því miður er safnaðarsöngur út- dauður á íslandi, orgelin og kirkj ukórarnir hafa útrýmt honum og svo það, að Islendingar hafa aldrei getað sungið feimnislaust nema >vel „ltálfir“.“ Koma menn ekki auga á veiluna í þessum etaðhæfingum ? Er mögulegt að deyða eitthvað (með orgelum og kirkjukórum), sem aldrei hefur verið lifandi? Eða, voru menn á tímum hins almenna safnaðarsöngs alltaf „vel hálfir?“ Ég leyfi mér að livetja alla starfandi organista ti'l þess, að láta einskis ófreistað í ]>ví, að hefja almennan safnaðarsöng til vegs og virðingar með öllum tiltækum ráðum. Ef iþjóð okkar er svo feimin að hún getur ekki sungið, |)á skerum upp herör gegn þeirri 'kennd og berjumst fyrir menningu í stað ómenningar. Ef greinar- höfundur hyggst kveða sér hljóðs síðar í málgagni organista væri skemmtilegra að hann gerði það undir nafni. Kjartan Sigurjónsson. ORGANISTABLAÐIÐ 7

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.