Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 4
LÁRUS JÓNSSON organleikari F. 25. mars 1896 D. 15. apríl 1975 Lárus var fæddur að Giljum í Mýrdal og ólst 'þar upp. —• Snemma !bar á bæfileikum og hneigð hans til tónlistar. Fyrstu tilsögn í harmoníumleik fékk bann hjá Lofti Jónssyni bónda á Höfðabrekku, en síðar, 1912, nam liann veturlangt hjá Brynj- ólfi Þorlákssyni dómkirkjuorgan- leikara í Reykjavík og aftur veturlangt, 1919—1920, hjá ■Kjartani Jóhannessyni, sem þá var fríkirkjuorganleikari í Reykjavík. Lárus var organleikari við Skeiðflatarkirkju í Mýrdal á árunum 1912—1924, en fluttist til Hafnarfjarðar árið 1928 og gerðist söng- kennari við Flensborgarskóla og gengdi því -starfi til ársins 1943. Organleikari var liann við fríkirkjuna i Hafnarfirði 1928—1932, Bessastaðakirkju 1932—1938 og aftur 1948—1949 og loks Kálfa- tjarnarkirkju 1945—1953. — Söngkennari var hann við barnaskól- ann á Bjarnaslöðum á Álftanesi 1932—1938 og við barnaskólann á Vatnsleysuströnd 1946—1947. — Söngstjóri karlakórsins „1. maí“ í Hafnarfirði var hann 1930—1931. — Auk þessa kenndi hann har- móníumleik um fjölda ára, en eíðustu árin var hann starfsmaður við Rafveitu Hafnarfjarðar. Lárus var tvígiftur. Fvrri kona hans var Jónína Guðrún Lárus- dóttir frá Árdal i Borgarfirði, sem hann kvæntist 1930. Hún lést langt um aldur fram árið 1938. Síðari kona hans er Karólína Kristín Bjömsdóttir frá Vestmannaeyjum. Böm þeirra urðu 4, 3 dætur, sem hafa stofnað heimi'li og sonur, sem býr enn hjá móður sinni. Lárus varð snemma félagi í FÍO og sótti oft fundi, áður fyrr. Hann var mikið ljúfinenni og glaðsinna. Hann hljóp oft í skarðið 4 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.