Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 6
NOKKRAR ATHUGASEMDIR í síðasta organistablaði birtist grein undir nafninu: „Organistar og útvarpsmessur," undirrituð með 'bókstöfunum: S. M. S. Þar er margt sagt, sem er athyglisvert og orð í tíma töluð en annað, sem valdið gæti misskilningi. Mig langar því að taka nokkur atriði téðrar greinar til nánari aíhugunar. Það er vissulega rétt ltjá greinai'höfundi, að útvarpsme&san mið- ast aðeins við eitt skilningarvit, nefnilega heyrnína. er einnig sammála því að sumum kirkjulegum athöfnum eins og altarisgöngu ætti alls ekki að útvarpa. Þá kem ég að því heilræði, sem greinarhöfundur vill leggja organistum. Þar segir m. a.: „Þið laðið ekki útvarpshlustendur að tækjunum með því að láta murra í eyrum þeirra einraddaðan sálnta- söng þar sem mest ber á fólkinu, sem stendur í kring um orgelið með allavega bakgrunnsbljóð frá hinum kirkjugestunum og þið sjálfir sárpíndir af lciðindum svo jafnvel orgelpípurnar kveina.“ Svo mörg eru 'þau orð. — Hér finnst mér kenna mikils misskiln- ings. Þegar ákveðið hefur verið að útvarpa skuli frá guðsþjónustu á venjulegum sunnudegi breytist venjulega ósköp fátt. Guðsþjón- ustan eftir sem áður miðast við kirkjugesti. Ef tekist hefur að koma á almennum safnaðarsöng, að gera hinn almenna kirkjugest virkan í athöfninni, hefur Iþað venjulega gerst á löngum tíma. Það verður til dæmis að lækka lögin en kórinn er iþá virkur i því hlutverki, sem honum var upphaflega ætlað, nefnilega að leiða safnaðarsöng- inn. Sem betur fer veit ég dæmi um það að þetta hefur tekist með ágætum. Þau dæmi áfsanna iþá staðhæfingu greinarhöfundar, að safnaðarsöngur sé „andvana fædd hugsjón“. Þá er sagt í sömu grein í formi ráðleggingar, að ekki skyldum við organistar láta misjafnlega músíka'lska presta stjórna því hvers konar söng við 'bjóðum útvarpshlustendum upp á. Nú er þess að geta, að prestar eru eins og aðrir menn ákaflega misjafnir. Það erum við organistar að sjálfsögðu líka. Samvinna þessara tveggja verður þó að vera góð. Þeir hljóta að verða að hafa með sér einhverja verkaskiptingu. Mín reynsla er sú, að ég hef alltaf 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.