Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.07.1975, Blaðsíða 10
r 0 R B E N L ] N D H A R I) T, Humlum: ORGANLEIKARI EÐA KIRKJUTÓNLISTARMAÐUR „Kirkja vors Guðs er gamalt liús“ og ]>að kemur fvrir að okkur dettur i liug gamall og slitinn maður, þegar hugurinn hvarfl- ar að liinni gömlu, stirðnuðu dönsku þjóðkirkju. I iþessu blaði* 'liefur i seinni tíð oft verið skrifað um tónlistarlegu 'hliðina á kirkju- starfinu, og 'þess vegna langar mig til að koma í iþann kór. Vonandi syng ég ekki alltof falskt. Aðalmaðurdnn, sem við ætlum að athuga dálítið nánar, er organleikarinn — iþað er eiginlega slæmt nafn á leiðandi manni kirkjunnar í tónlistinni. Hann verður að geta gert eittlhvað fleira en að spiIa á orgel. Þegar ég í eftirfarandi orðum nota orðin organleikari og kirkju- tónlistarmaður greini ég ekki á milli þeirra sem eru í kaupstöðun- um og þeirra setn eru í sveitinni. Það 'hafa aðrir gert nægjanlega. (Venjulega eru prestar ekki lieldur flokkaðir eftir búsetu). Það er organleikarinn, sem við skulum nú „taka í gegn“ (svo að við notum algengt orðalag). Er sanngjarnt að ætlast til að hann beri virðingu fyrir kirkjunni og því sem bún táknar? Hafi hann bara áhuga fyrir tónlistarhliðinni á kirkjustarfinu ætti hann ekki að spila við guðslþjónustur, heldur eins og píanóleikarar, fiðluleikarar o. fI. gæti hann ]>á hafa valið sér tónlistarmenntun eingöngu. Ymisir fullyrða að í kirkjum vorum sé hálfgerð orgeleinokun. Satt er það, að orgelin |)rýða kirkjurnar, en það getur þó ekki verið útlitið eingöngu, sem gefur oss rétt til að 'láta 'þau skipa svo virðulegan sess sem þau 'hafa. Að allmargir líta svo á að orgelið sé göfugast allra hljóðfæra hlýtur að mótast af persónulegum skoð- unum. Sagt hefiir verið að orgelið sé drottning hljóðfæranna. „en hvað er þá að segja um þegnana? Já, við höfum fþar hljóðfæri- mannisraddirnar" -- sem enn er no'ast við i guðslþjónustunni. En hver er kallaður til að segja að orgel + söngraddir sé það eina seni við höfum yfir að ráða ti’l tónlistarfhitnings í vorri 'hefðbundnu dönsku Ój)jóðlegu þjóðkirkju? Snúum okkur nú að fáeinum atriðum sem talin eru jákvæð, von- * Kristellgt Dagblad. 10 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.