Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 6

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 6
TAUX Dl CROISSANCE DES DIFFERENTES BRANCHESINDUSTRIELLES SouroelNSEE variation moyenne, année 77/année 76 ndN 6 de la production ndustneHe i—i effectifs employes -ii» i Tafla yfir framleiðsluaukningu (svartar súlur) og breytingu á fjölda starfsfólks (hvítar súlur) í ýmsum iðngreinum í Frakklandi 1976—77. Nr. 1 frá vinstri er málmiðnaður- inn (0,9% framleiðsluaukning, 1,6% færra starfsfólk. Nr. 10 frá vinstri er prent- iðnaðurinn (5,8% framleiðsluaukning, 0,8% færra starfsfólk). var uppspretta alls auðs. Eftir 25 ára þroskaskeið er þriðja iönbyltingin nú hafin. Hún lofar — eða hótar, allt eftir hvaða sjónarhól maður velur — að hún nái til sviða (einkum mennt- unar- og heilbrigðissviðanna) sem áður voru ósnortin af iönvæðing- unni. Hún slítur samband fram- leiðsluaukningar og aukinna at- vinnutækifæra. Hún verður einni trúarkreddu keynesískrar efna- hagsstefnu til skammar; nefnilega þeirri að auknar fjárfestingar dragi úr atvinnuleysi. Það er ekki lengur unnið til að framleiða, nú er framleitt til að vinna ... Slík rök leiða okkur út í efnahagskerfi hernaðarins og stríðið sjálft. Keynes dó og með honum stjórn- málastefnan „atvinnu handa öll- um". Þær spurningar sem nú vakna eru: Færir þriðja iðnbyltingin okkur samfélag atvinnuleysis eða frí- stunda? Frelsar hún manninn frá slrtandi vinnu eða stuðlar hún að aukinni eymd með því að þvinga hann til iðjuleysis? Leiðir hún af sér gullöld, þar sem við vinnum minna og minna um leið og við höfum æ meira handa á milli eða gerir hún suma atvinnulausa meðan fárra er þörf til að framleiða ofgnótt? Þetta vandamá! gerir vart við sig í öllum iðnríkjunum. I Belgíu, Þýska- landi, Ítalíu, Bretlandi og Bandaríkj- unum er á dagskrá hægfara stytting vinnuvikunnar í 30, 35 eða 36 tíma (án launalækkunar aö sjálfsögðu) — eða er þegar orðin staðreynd. Að vinna minna og framleiða um leið meira, að jafna betur niður ávöxtum tækniframfaranna, að skapa nýtt jafnvægi milli vinnuskyldu og þess tíma sem fólk ræður sjálft, og að gera öllum kleift að lifa þægilegu lífi og vinna innihaldsríkari störf — eru nýjar kröfur félagslegrar og stjórn- málalegrar baráttu. I Frakklandi eru þeir enn kallaðir lýðskrumarar sem halda því fram að hægt sé að afla meiri tekna um leið og unnið er minna. Hægrimenn (og meira að segja vinstrimenn endrum og eins) fullyrða að annað hvort sé þetta hægt eða hitt. Þó hefur sýnt sig í marga áratugi að þetta tvennt getur haldist í hendur. í Þýskalandi (sambærilegar upp- lýsingar eru ekki til um Frakkland) jókst hagvöxturinn hratt eftir 1950 en hafði verið hægur og ójafn í 75 ár. Á tuttugu og fimm árum jókst kaupmáttur hvers íbúa fjórfalt; sam- tímis styttist vinnutíminn um 23%. Framtíðin ætti að geta borið enn betri árangur í skauti sér. Um leið og sjálfvirknin gerir meiri framleiðslu mögulega á færri vinnustundum, hverfur þörfin fyrir framleiðniaukn- ingu. Þörfin fyrir vöxtinn verður vafasöm á mörgum sviðum þar sem framleiðnistigið ber nú þegar merki hráefnaskorts og eyðingu náttúru- gæða. Auðvitað má benda á að í mörgum heimshlutum ríkir enn fátækt og reyndar eymd í nútíma samfélögum. Mörg heimili ráöa ekki yfir nútíma þægindum. Þess vegna má fullyrða að framleiðsluaukning sé nauðsyn- leg til að hægt sé að útrýma félags- legu misrétti og bæta lífskjörin al- mennt. Því er gjarnan sagt að bætt- um kaupmætti muni fylgja gróska í neysluvöruiðnaðinum sem óðara muni skapa ólíkustu atvinnutæki- færi innan þess iðnaðar. Þótt þessi keynesíönsku rök virð- ist sannfærandi þegar til skamms tíma er litið, reynast þau bábilja ein þegar til lengri tíma er litið. í raun- veruleikanum er þörfunum í stórum dráttum svaraö fyrir næstum alla þá iðnframleiðslu sem verið hefur for- senda 25 ára þensluskeiðs. Þörfum 85—90% heimila fyrir eldavélar hefur verið svaraö. Bifreiðaeignin nálgast bandaríska stigið. Minna þekkt staðreynd er að hún er minni í stórborgunum. Það stafar ekki af meiri fátækt, heldur eru bílastæöa- og umferðavandamálin svo mikil að almenningsvagnakerfið sýnir aug- Ijósa yfirburði og nýtur því æ meiri hylli. Markaðurinn fyrir bifreiðar og önnur velferðarhnoss er að mestu „skiptamarkaður". Eða með öðrum oröum, markmiö framleiðslunnar er f.o.f. að skipti á notuðum bílum eigi sér staö, en ekki að tryggja þeim heimilum bifreiöar sem ekki hafa þegar eignast þær. Þessar staðreyndir varpa Ijósi á fyrirbæri sem neytendasamtökin hafa þráfaldlega bent á, þ.e. minnk- andi endingartíma varningsins. Þar eð skiptamarkaðurinn er helsti möguleiki framleiðendanna til aö losna viö afurðir sínar er eina leið þeirra til að selja meira að þvinga neytendur til þess að skipta hlutun- um með stöðugt minna millibili. Með þetta markmið í huga eru ekki ein- ungis búin til ný „módel", heldur eru vörurnar gerðar veiklulegri og erf- iðari í viðhaldi og viðgerðum. Ef þau heimilistæki, og þær bifreiðar, sem nú eru framleidd hefðu sama endingartíma og þau sem framleidd voru 1950 (þ.e. 15 ár), (en sam- kvæmt rannsóknum Vance Packard þarf það ekki að hafa í för með sér verðhækkanir), þá væri hægt að fullnægja þörfum allra án nokkurrar framleiðsluaukningar — já jafnvel með minnkandi framleiðslu. Minnkandi þörf neysluvöru- iðnaðarins fyrir vinnuafl stafar því ekki af því að fólk geti ekki keypt það 4 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.