Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 27

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 27
silfurgljáandi pappír eóa bara rauðir fánar sem sló’upp borg umhverfis tímann var það alltaf hið óhjákvæmilega sem hefði getað verið öóruvísi þegar augu þín skrönsuðu á mölinni Þegar okkur var stillt upp vió verksmiðjuhliðin vió barnaskólana einsog kindur sem jarma í chaplin-mynd í draumi sem var til þegar hendur verkstjórans og þvalir fingur kennarans uróu stórskotalið: en þrátt fyrir allt erum við jafneinlæg og börnin sem rækta stjúpmæður í skólagöróunum, vió sem ögruðum kerfinu gerðum það aðeins sveigjanlegra í fjölbreytni sinni og einsog jafnan á haustin þegar búið er að stela uppskerunni sitjum við auðum höndum þar sem hinir ófyrirleitnu sem skilja allt en finna ekki til með neinu hafa öll völd ó við sem fengum örvar fortíðarinnar aó láni áttum enga boga og það er erfitt að játa að allt sem við gerðum hafi bara verið að kasta mólótoffkokteil í vítislogana eða aó biðja prómeþeif um eld löngu eftir að þeir höfðu úrskurðað hann mania depressive, Nei því mióur þetta hlýtur að vera skakkt númer hér býr enginn spartakus. en þegar gangan er farin þegar mótmælin eru búin stöndum við eftir einsog winstonpakki og við vitum ekki hvort okkur langar í smók og katakomburnar og leynikjallararnir þar sem við komum saman á sellufundum og lásum rauðar bækur meó gylltum stöfum eru auðir salir sjóræninginn sýnir svarta hönd og lönd hans lokast eins og klaustur strokleður fer höndum um heiminn blóð píslavottanna vætir ekki lengur akrana, puntstráin fella engin fræ

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.