Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 14

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 14
Etron Fou Leloublan frá Frakklandi. litlu magni sem innflutningur. Þetta er beint afsprengi sóknar í há- marksgróða: fyrirtækið heimilar þeim erlendu fyrirtækjum sem mest bjóða og eru öflugust að gefa út framleiðslu þess í viðkomandi lönd- um. Virgin heimilaði útlendum fyrir- tækjum að fá Tubular Bells sem þau sóttust mjög eftir. Hljómsveitir einsog Henry Cow, sem þörfnuðust öðruvísi fjárfestingar (tíma og fjár- hagslegrar skuldbindingar) voru ekki lengur gefnar út, borguðu sig ekki. Þegar Henry Cow sendi frá sér plötuna CONCERTS í gegnum Compendium og L'Orchestra, lítil áhugasöm fyrirtæki, seldist hún þrisvar sinnum betur en hjá Virgin, auk þess sem greiðslur voru hraðari og miklu betri. Þessi stefna Virgin leiddi aö lok- um til óánægju í garð fyrirtækisins og kaupbrasks almennt — og einnig til áhugaleysis Virgins á hljómsveit- inni, þar sem hún borgaði sig ekki. Bresk fyrirtæki starfa á eftirfar- andi hátt: fyrirtækið borgar stúdíó- inu (í dæminu hjá Virgin var um eigið stúdíó aö ræða) um £8000: andvirði stúdíótíma fyrir 3'A> viku. Hljómsveitin fær 6% í þóknun fyrir hverja hljómplötu (í tilfelli H Cow) — sem jafngilti þá 16p. Að frátöldum þessum 16p þurfti hljómsveitin að borga til baka £8000 (ca. 50 000 seld eintök til að ná sléttu). Það er augljóst mál að þetta er ekki hentug Henry Cow. Talið frá vinstri Georgie Born, Tim Hodgkinson, Dagmar Krause, Chris Cutler, Lindsay Cooper og Fred Frith. Þær Lindsay og Georgie voru hér með Feminist Improvising Group í boði Gallerí Suðurgötu 7 í nóvember 1978. leið fyrir hljómsveit að vinna eftir sem selur ekki mikið af plötum — og þegar salan er ekki í þeirra höndum heldur fyrirtækisins — og á meðan fyrirtækið hefur nóg með aðra ábatasamari vöru að gera og kemur ekki plötunni á markað hljómsveit- arinnar (í dæmi HC, Evrópu) hlýtur heila klabbið að verða að ásteit- ingarsteini fyrir báða aðila. Henry Cow byrjaöi innan iðnað- arins (einsog Magma) vegna þess að í Bretlandi var sterk hefð fyrir upptöku á experimental tónlist og á sínum tíma markaður fyrir hana. Ástandið breyttist og hljómsveitin var neydd til að viðurkenna að eina leiðin var sú að starfa utan iðnaðarins sem stóð þá kappsam- lega í vegi fyrir framförum hennar. Hljómsveitin fékk góðan hljómgrunn í Evrópu, þar sem hún varö allvinsæl og hafði áhrif. ,,Rokk í andstöðu" er eitt afkvæmi þessarar þróunar, en sama sagan endurtekur sig í hverju landi. Það er von manna að engin mið- stýrö samtök vaxi útúr RIO, að þaö haldi áfram sem laushnýtt sam- vinnufélag með eins margar mið- stöðvar og það hefur félaga og eins marga félaga og það þarfnast. í desember 1978 komu hljóm- sveitirnar í RIO saman til skrafs og ráðagerða og komu sér saman um grundvöll fyrir samtökin að starfa eftir í framtíðinni. Samkvæmt hon- um starfar RIO áfram sem lokuö samtök, þ.e.a.s. nýjar hljómsveitir eru ekki teknar inn, nema að upp- fylltum ákveðnum skilyrðum: hljóm- sveitin veröur að vera ,,góð“ (að mati samtakanna), starfa utan hefö- bundins tónlistariðnaðar og skoða rokktónlist í þjóðfélagslegu sam- hengi. í sambandi við síðasta atriðið töldu aðilar RIO að rokktónlist ein- kenndist af eftirfarandi atriðum: 1. þeirri sérstöku tækni sem notuð er (rafmagnshljóðfæri, upptöku- tækni og dreifing gegnum hljóm- plötur og fjölmiðla). 2. hópstarfi (hljómsveitin vinnur saman í hóp og þar sem oft á tíðum 12 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.