Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 41

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 41
Ef til vill var sú tíð liðin að foreldrar gætu alið upp börn sín fyrir ásókn fjölmiðla, fyrir sjónvarpi, hljóðvarpi, kvmmyndum, grammófónum, segulböndum, ruslblöðum. (s. 250) Þessu lætur sögumaöur fylgja ófagra lýsingu á erlendum sem innlendum popphljómsveitum, „öskuröpum og dægurlagagaulurum í sjóræningjabúningi", sem æskan dýrkar hvaö sem áminningu foreldra líður. Hér er á ferö- inni viss mótsögn: Bæði Loftur og sögumaður hafa þungar áhyggjur af stríðinu í Víetnam eins og annað hugsandi fólk á þessum tíma. Það var hins vegar einmitt þessi sama æska sem var í fararbroddi hinnar miklu fjöldahreyfingar gegn Víetnamstríðinu í Bandaríkjunum sjálfum. Og ýmis organdi átrúnaðargoð hennar, ,leður- lúðar og dúðadurtar’, voru í fremstu víglínu þeirrar bar- áttu. Kannski náði hreyfingin þessari miklu útbreiðslu einmitt vegna þess að bandarískir millistéttarforeldrar fengu ekki að ala börn sín upp í friði. Hvaö er til varnar gegn þessum öflum samkvæmt Hreiðrinu? Áöur hafa komið fram hjá þeim frændum ýmsar skoðanir sem eflaust er hollt aö brýna sig með. En hvað sem öðru líður virðist heilbrigt fjölskyldulíf vera öflugasta vígiö gegn köttunum. Hvað segir ekki Loftur: Hvaó helduröu aö yrði um þá fósa sem ota kjarnorkusprengjum og vetnissprengjum, ef allir foreldrar reyndu aö vernda börn sín af svipaöri hugprýöi og þrestirnir þeir arna? (s. 62) Þessar vísbendingar valda sögumanni heilabrotum, einkum vegna þess að Guðrún kona hans er með barni. Þær eiginkonur frændanna Guðrún og Rannveig eru annars heldur litdaufar persónur, þó þær séu iðnar við að hella upp á kaffi meðan þeir rithöfundarnir spjalla (sbr. s. 13). Báðar virðast þær haldnar einhverri óljósri eðlisávísun um ágæti skáldskapar. Þannig líst Guðrúnu ekkert á galdraskuggsjá Lofts þó hún geti ekki fært rök fyrir máli sínu heldur beiti „þeirri sígildu aðferð kvenna að slá undan í orði kveðnu, en sitja eftir sem áður við sinn keip." (s. 68)! Rannveig er líka mikil stytta manni sínum á þessum erfiðu tímum, sbr. lýsingu sögumanns á einni heimsókn til þeirra hjóna: Þaö var eindrægnin, sem rifjaói upp fyrir mér heimsókn mína foröum til gömlu hjónanna, sú tegund skilyrðislausrar og hljóólátrar eindrægni karls og konu, sem veröur æ sjaldgæfari á öld sundurliöunar og skarkala. (s. 132) Það er þetta vígi sem sögumaður og kona hans reyna að standa vörð um; þau reyna að halda strákum sínum heima til þess að þeir slæpist ekki um í spilltu borgar- andrúmsloftinu á kvöldin og þá ryðjast auðvitað fjöl- miðlarnir inn til þeirra, þau neyðast til að fá sér bæði plötuspilara og sjónvarp (sbr. s. 252). Þetta stef er ítrek- að hvað eftir annað og þó auðvitað sérstaklega með lýsingunni á fjölskyldulífi þrastanna. Skal þá reynt að draga saman niðurstöðuna og bera hana saman við Bréf séra Böðvars. IV. Að búa sig undir veturinn Þau meginatriði sem dregin eru fram til að auðkenna samfélagsþróun undanfarinna áratuga í Bréfi séra Böövars og Hreiðrinu eru svipuð. Nútíminn fær í Hreiðr- inu sömu einkunn og í Bréfinu. Þær andstæður sem séra Böðvar eygir milli borgarsamfélagsins og hins liðna eru það líka í hugum frændanna. Reykjavík einkennist í Hreiðrinu af spillingu og kynferðislýsingum, Iffsfirrtri tæknihyggju, sölumennsku, hermennsku, uppskafn- ingshætti og gróðahyggju; fjölmiðlainnrætingu loginna verðmæta. Jákvæð gildi aðalpersónanna eru ekki svo ósvipuð heldur. Séra Böðvar þráir heilsteypta fjölskyldu, óbrotið líf og endurreisn siðferöilegra verðmæta — af þessu þrennu verður líka rithöfundur að taka mið ætli hann sér að andæfa .helstefnu nútímans' ef marka má Hreiðrið. Séra Böðvar beið ósigur, hann gat ekki skapaö sér öruggan heim á skrifstofu sinni. Loftur deyr líka, en eftir að hafa snúið frá villu síns vegar, gengið lífinu á hönd. Sögumaður hefur enn ekki háð sína úrslitaorustu og útlitið er ekki bjart. En hann hefur náð til sannrar sjálfsvitundar og siöferðilegrar reisnar meö því að af- neita dulnefnum og reyna að rata sjálfur þröngan stíg gegnum myrkviði nútímans. Listsköpun séra Böðvars, viðleitni hans til að endurskapa hið fagra úr fortíðinni, brást honum. Loftur og sögumaður sýnast hafa komist að þeirri niðurstöðu að skáldskapur sem vill ekki vera samábyrgur þessari galdraöld verði að reyna aö höndla ,dýrð lífsins'. Vísindamennska verður mönnum haldlítil til að átta sig á þessu ,dulda lögmáli'. Það sem einkenndi séra Böðvar var vanmátturinn, bælingin — hann reyndi að dylja fyrir sjálfum sér rudda- skap heimsins, loka sig inni í eigin heimi, byggja sjálfs- vitund sína á tálsýnum. í niðurstöðum Lofts og sögu- manns felst einnig viss bæling (þö þeir lifi ekki með einni stórri lífslygi einsog klerkur), — hins kynferðislega eins- og fram kemur í menningarrýninni, bæling líka að því leyti að ,þrastarfjölskylda‘ sögumanns vildi geta lokað úti kettina, sem hafa lagt undir sig fjölmiðlana, vildi geta alið upp ungviði sitt í friði fyrir boðberum nútímans. Kannski skapa sér þar með sinn eigin gerviheim líkt og skrifstofan varséra Böðvari. Tæknivæðing nútímans, sem óvíða birtist betur en í fjölmiðlum, verður Ólafi Jóhanni tilefni til aö benda á takmarkanir vísindanna og lífsfirringu þeirra. Fjölgun .múgeinkenna' samfélagsins, fjölmiölastýrð og spillt æska veröur honum tilefni til að upphefja fjölskylduna og friðhelgi hennar. Fækkun bannsvæða í listum verður til þess að hann bendir á .eðlislæga' blygðunartilfinningu mannsins. Aukin hagsæld leiðir huga hans að kreppunni og raunveruleik þeirra viðmióana sem þá voru við lýði. Andspænis uppskafningshætti og fjölmiðlafrægð setur hann hógværð, lítillæti og starf í kyrrþey. Og fjölda- dýrkun ákveðinna goða verður honum tilefni til að benda á að sérhver maður verði að velja leið sína sjálfur. Slíkar áherslur má finna í báðum bókunum. Athyglis- verður er hins vegar sá munur sem er á framsetningu þeirra. í Bréfi séra Böðvars var frásagnaraðferðin írón- ísk, lesandinn var alltaf í vissri fjarlægð frá viðhorfum og hugsunum prestsins. Frásagnaraðferð Hreiðursins er með öðrum hætti, sjónarmið sögumanns eru sett fram í fullri alvöru, lesandinn fjarlægist aðeins með honum fyrri sjónarmið hans eftir því sem hann lýkur fyrst við varnar- skjal og siðar viðauka. Auðvitað er sú aðferð listræn blekking, t.d. er í sögunni táknmál sem ekki er hægt að fá botn í nema með heildaryfirsýn yfir verkið. En einsog í allri frásagnarlist skiptir mestu að lesandinn gangi þeirri blekkingu á hönd, sem hér hefur fengið mjög raunsæis- legt form. Það er stundum erfitt, þegar höfundi finnst mikið liggja við að koma ákveðnum skilningi á framfæri. Áður hefur verið tekið dæmi af persónusköpuninni (riddarasynir), hliðstæður má finna í frásagnaraðferð- inni. Dæmi: Það ertekið fram að varnarskjalið sé skrásett löngu á undan viðaukanum (s. 203), en dulnefni númer tvö er ekki jarðað fyrr en í honum. Sögumaður í varnar- skjalinu er því sá sami og sá sem sýslar við sagnagerð í anda riddarasona undir dulnefni númer tvö. En þegar hann t.a.m. lýsir því hvernig dulnefni númer tvö fæðist SVART Á HVÍTU 39

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.