Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 38

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 38
er eiginlega lokið ferli ættarinnar, enda húsið rifið undir bókarlok. Einn áhrifavaldur um þessa þróun, ameríski herinn, er einnig leiddur á svið í gönguferð sögumanns með syn- inum Jóa (12. kafli) og fylgir ádrepa á þá hermennsku sem leikfangasalar reyna að ala á meðal barna. Hvað eftir annað er hnýtt í fjöldamenningu og sölumennsku, minnst á .dægurlagaplágu' (s. 24) sem leggur undir sig unglingana og þeir menningarfrömuðir sem reyna að koma sjálfum sér á framfæri í fjölmiölum fá ekki beinlínis hlýlegt umtal (s. 233). Þau skeyti minna um margt á hugrenningar séra Böövars í garð Steindórs skólabróður síns og á svipaðar ádrepur í Gangvirkinu og Seiðnum. Alvarleg menningarstarfsemi á undir högg að sækja, uppsker háð hjá riddarasonum og útgefendur hafa auð- vitað allan hugann við söluna (sbr. s. 149). Reykjavík nútímans er í Hreiðrinu heimur sölumennsku, fjölda- menningar, siöferðilegrar hnignunar, amerískra her- mennskuáhrifa. Hvernig getur hugsandi listamaður brugðist við? Því velta bæði Loftur og sögumaöur fyrir sér. Sá fyrr- nefndi er löngu þekktur rithöfundur, hefur gefið út átta bækur, en þegar varnarskjaliö er skrifað hefur löng þögn hans ásamt kynlegu háttalagi komið ýmsum sögusögn- um á kreik sem frændi hans ætlar sér að kveða niður. I fyrstu bókum Lofts gætti mest fölskvalausrar samúðar og hlýju (s. 18) en eftir seinna stríð hafa önnur og kald- ranalegri viðhorf unnið á. Lpftur aðhyllist nú hlífðarlaust raunsæi, reynir að skrifa vísindalegar skáldsögur þar sem ,,tegundin mannkyn" ber öll ábyrgð á óréttlæti og hörmungum. Sögumaður hefur eftir Lofti: Þaö væri skylda sérhvers rithöfundar, sem fyndi köllun hjá sér til aö veita brjálæöinu viönám, aö tæta manninn sundur, eins og ég heföi komizt aö oröi, — siðferöileg skylda. (s. 22—23) [ upphafi Hreiðursins er Loftur einmitt að Ijúka við mikiö verk í þessum anda, og uþplestur úr því fyllir sögumann botnlausri aðdáun. (Má geta þess til gamans að Loftur hefur útlistað þessi sjónarmið sín í blaðagrein sem Páll Jónsson klippir út og geymir, sbr. Seið og hélog s. 336). Sögumaður lítur á þessa væntanlegu bók sem galdra- skuggsjá. Að vísu er vísindamennska Lofts stundum á mörkum trúverðugleikans, t.a.m. hefur hann látið sögu- mann einhverju sinni fá lista yfir þau frumefni sem eru í manninum til að læra utan að — svo honum verði Ijóst að maðurinn sé ekkert annað en efnablanda (sbr. s. 186—7). Þegar Loftur framreiðir slíka speki á lesandi næsta erfitt með að taka hann alvarlega. Hvað sem því líöur veröur koma þrastanna til að ger- breyta viðhorfum Lofts. Hann kynnir sér alla lifnaðar- hætti þeirra sem best og honum verður fljótlega Ijóst að fræðidoðrantar náttúruvísindanna veita ekki nema ófull- nægjandi svör við þeim spurningum sem fuglarnir vekja með honum. Fyrr en varir hefur hann gert upp við vís- indahyggju sína: Viö gætum margt lært af fuglum, drengur minn, hélt hann áfram. ÞaÖ er eitthvaö í þessum söng, sem ekki verður meö oröum lýst, einhvers- konar vitnisburöur um — ja hvaö skal segja? Duliö lögmál kannski. Élan vital (s. 49) Þetta hugtak yfir lífsaflið mun ættað frá franska heim- spekingnum Henri Bergson (1859—1941), en kenningar hans voru í beinni mótsögn við nauðhyggju og vélhyggju 19. aldar, og sérstaklega beindi hann spjótum sínum að vísindalegum rationalisma. Má ætla að þrestirnir verði til þess að benda Lofti á að í bókum sínum hefur hann gleymt lífinu sjálfu, því undri sem ekki verður lýst með formúlum. Hann kemst í kreppu og segir við lærisvein sinn eftir að fuglarnir eru flognir: ,,Hafi ég stöku sinnum reynt að innræta þér einhverjar skoðanir á þessu svo- nefnda rithöfundarstarfi, þá skaltu gleyma þeim og mynda þér sjálfur aörar þarflegri." (s. 135). Hann telur sig hafa lifað á gervifæðu, nú skiptir meira að glæða með sér „virðingu fyrir dýrð lífsins" (s. 214). Eftir sem áöur eru styrjaldarrekstur, hungur og fátækt honum ofarlega í huga, eins og fram kemur í því lesefni sem hann lánar frænda sínum í viðaukanum, en afstaöa hans til vinnu- bragða listarinnar er gerbreytt. Viðhorf hans er undir- strikað með dæmisögu þar sem þeir frændur hittast þremur árum eftir þrastaævintýrið. Loftur horfir með velþóknun á börn tæta í sundur dúkku (eins og hann manninn forðum) til þess eins að finna ekkert innan í henni, þetta er nauðsynlegur liður í þroska þeirra (sbr. s. 219). Loftur hefur hafnaö tæknihyggjunni einsog spekingar Frankfurterskólans, hlutverk skáldskapar er að hans dómi boðun lífs. Rétt áður en hann deyr er hann byrjaður að skrifa að nýju. Hvaða aðferðir hann hefur valið sér nú fær lesandi ekki að vita fremur en sögumaður. Má vel vera að Loftur sé kominn í nýja listræna blindgötu þó megin niðurstaða hans sé tvímælalaust sett fram sem jákvæö í Hreiðrinu. Að sönnu hafði hún reynst honum dýrkeypt. Hvert verður svar sögumanns sjálfs við þessari sömu sþurningu um hlutverk listarinnar? Upphaflega hefur hann verið sporgöngumaður Lofts, en þrastastandið fer ákaflega í taugarnar á honum, kannski af eintómri hé- gómagirni (sbr. s. 75). Þegar þrestirnir eru horfnir heim- sækir hann læriföður sinn mun sjaldnar og „oftast nær í mýflugumynd" (s. 141). Hann fer að leita fyrir sér á eigin spýtur, kynnist viðhorfum riddarasona og fer í langa veiðiferð þar sem hann veltir háttalagi frænda síns gaumgæfilega fyrir sér. Sem snöggvast langar hann til að vinna í sveit, til að geta gleymt sér um stund, klofnum manni, smábarnakennara og dulnefni, gleymt meistara mínum og vandkvæöum hans, gleymt riddarasonum, tali þeirra og dómum. (8. 189) Sögumaður(sem hefurgefið útritverksín undir dulnefni) verður að játa að hann skilur ekki frænda sinn lengur og vill losna undan áhrifavaldi hans (s. 197—8). Sem hann er að hugleiða þessi mál dregur hann malarborna slý- dræsu úr ánni, nánast tákn næstu ritverka sem hann 36 SVART Á HVfTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.