Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 26

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 26
Einar Már Guðmundsson flassbakk um framtíðina shantih shantih shantih shake it up shake it up t.s.eliot / david bowie síðan koma fimmáraáætlanir sem broshýrar söngsveitir skola á land einsog bárum alþjóöasöngsins viö undirleik kassagítara og kannski rafmagnsfióla meó fuglasöng og elektrónisk sál þín stígur útúr líkamanum einsog þlata sem síöar lendir í vitlausu umslagi, en gættu þín stalin er búktalari sem yfirgnæfir rödd þína þegar minnst varir, og útópísk sólin í varnarleysi sínu einsog jimi hendrix með brunninn gítar er fullkomnlega út á þekju meðan geislarnir falla einsog svipa um stofugólfiö ég vildi gefa mikiö fyrir aö dyrabjöllurnar opnuöu sig að póstkassarnir rifu úr sér hjörtun og í videoaugum á röntgenmynd himinsins leystumst viö upp í frumefni til aö mynda ný sambönd milli okkar sem erum verur, hvort sem þaö voru brunarústir eöa spegilgrænar hallir sem mættu augum þínum áttiröu aldrei afturkvæmt þaðan sem þú lagöir af staö enda sjálfsagt ekki ákjósanlegur stökkpallur frekar en sundbretti ef ekkert vatn er í laugunum í miöju öngþveiti þarsem stöðumælar sögunnar veifa leirtöflum og hvort sem þaö var oní dýpstu myrkur útí skógarrjóöri þarsem bjöllurnar kyntu sál þína meö hi-fi græjum meö útsýn til annarra landa eóa kaggi sem rótaöi malbikinu upp undir bongótrommum dauðans undir bylgjandi rokktónlist 24 SVART Á HVÍTU

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.