Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 9

Svart á hvítu - 01.01.1980, Blaðsíða 9
ing sem G. Friedman hefur nýlega sett fram) felur í sér aö frelsun hvers einstaklings veröi best tryggð meö því aö menn skiptist á aö vera í ein- hæfu störfunum og hinum sem þeir finna einhvern tilgang í. Hún gerir ekki ráö fyrir algeru afnámi einhæfra starfa, heldur aðeins aö minnka hlut þeirra í vinnutímanum. Enginn getur veriö skapandi í átta tíma á dag, ekki einu sinni fjóra. Tilbreytingin er nauðsynleg og eölileg. Þeir sem vinna hluta úr starfi myndu auk þess verða miklu fleiri ef það fólk sem býr í fjölbýlishúsa- hverfunum og þorpunum heföi aö- gang aö verkstæðum. Þar gæti þaö sett saman, gert viö og jafnvel sjálft framleitt afurðir sem í verksmiöjun- um eru framleiddar með óþolandi einhæfri og sljóvgandi vinnu, af fólki sem neyöist til starfans, mánuö eftir mánuð. Ef þessi verkstæöi væru fyrir hendi í íbúðahverfunum, vel búin tækjum, og fólk gæti komið þangaó hvenær sem er, gætum viö í hverjum mánuöi eytt nokkrum tíma í að sauma okkar eigin föt eða smíða húsgögnin okkar og endurbæta þau. Samvinnubúið (Kollektivet) Andret segir í bókinni ,,Travailler deux heures par jour" (tveggja tíma vinna á dag), sem full er af hugmyndum: ,,Á þennan hátt gætum viö náð á okkar vald þeim hlutum sem í umhverfi okkar eru". Auk þess sem viö gætum, eins og Guy Aznar hefur bent á, sparað mikinn tíma meö því aö gera sjálf nauðsynlegustu hlutina í húsin okk- ar, í staö þess aö vinna fyrir launum til aö geta keypt tilbúna hluti. Örtölvurnar og tölvu-vélarnar gera framleiöslu í smáum verk- stæðum raunhæfari en nokkru sinni og jafn framleiðna og í stórum verk- smiðjum. Þessi litlu verkstæöi væru auk þess laus viö stjórnunarkostnaö og flutningskostnað stóru verk- smiðjanna. Framleiöandinn og neytandinn nálgast hvorn annan meira en áöur; og tapið og sóunina sem fylgir miöstýringunni er hægt að minnka. Við eigum örtölvutækninni að þakka aö hinn fjölhæfi verkamaður eöa framleiðandi sem Marx dreymdi um, veröur þannig aö raunhæfum möguleika. Markaöskerfiö og ríkis- valdið verður afnumið meö því að einstaklingarnir skiptast á ólíkustu störfum, meö skapaöu-hlutina-sjálf- ur-framleiðslu og meö samvinnu — en ekki með áætlanagerð og for- ræðislegri skipulagningu. „Manneskjulegt samfélag verður til meö minnkandi áhrifum valdhaf- anna og á kostnaö þeirra veröa mennirnir sjálfstæöari. Frá og meö deginum í dag og fram til næstu aldamóta munum viö þarfnast æ fleiri fyrirtækja þar sem verkafólk starfar aðeins sex mánuöi á ári". Er þetta draumsýn? Nei þetta er spá Michel Albert eins áhrifamesta opinberra áætlanasérfræðinga. Þetta er möguleg framtíö. Spurningin er einfaldlega hvernig hiö mögulega veröur aö veruleika. Eins og ævinlega er þaö leiðin að markinu sem er vandamálið, en ekki markmiöið sjálft. Þessi leið er f.o.f. háð hæfileikum verkalýöshreyfing- arinnar til aö fjalla um eðli tækni- framfaranna og skiptingu ávaxta hennar. Þaö er umfram allt nauö- synlegt að stytta árlegan vinnutíma á efnahagsbandalagssvæðinu. Önnur viömið eru: — tekjuöflun. Sérhverjum þegni veröur að tryggja lágmarkstekjur meö þurftarlaunum eöa neikvæðum skatti, óháð því hvers eðlis vinna hans er. — Endurskipulagning mennta- kerfisins, þannig að hætt sé að mennta atvinnuleysingja, en í staö- inn séu menntaðir sjálfstæðir ein- staklingar sem geta fengist við allra handa starfsemi. — aö komiö sé á fót skapaðu-- hlutina-sjálfur-framleiöslu meö verkstæðum í félagslegri eign, hverfasamvinnufélögum o.s.frv. Leiöin aö markinu byggir m.ö.o. á baráttu á öllum svióum samfélags- ins, þ.e. allt í senn í hinu borgara- lega lífi (félögum, fjölskyldum, sam- vinnufélögum), í verkalýóshreyfing- unni, stjórnmálalífinu og gegn ríkis- valdinu. Ein hættan er sú aö fólk skorti menningarlegar forsendur til aö nýta frístundirnar. Því er nauð- synlegt að leita fleiri valkosta (bæði í skapaöu-hlutina-sjálfur-framleiðslu og almennri þjónustu), sem velja má milli ýmist sem aðalstarfs eða vinnu að eigin áhugamálum í frístundun- um. Meöal tillagna sem þróunarstofn- unin í Basel hefur lagt fyrir ríkis- stjórnina í Baden-Wurtenberg eru leiöir til orkusparnaðar. Með betri einangrun er hægt aö minnka orku- neyslu um allt aö helming á heimil- unum, skrifstofunum og í verk- smiðjunum. Ef útreikningarnir fyrir Þýskaland eru yfirfærðir á Frakk- land krefðust slíkar aögeröir um þaö bil 600 milljarða franka í 20 ár sem samsvarar launum 350 000 verka- manna sem vinna fulla vinnu. Fyrir neytendurna (miðað viö núverandi verð á olíu) yröi sparnaöurinn um 400 milljarðar. Samfélagiö myndi aftur á móti spara félagsleg útgjöld til 350 000 atvinnuleysingja, sem næmu 280 milljöröum franka. Hvaö hindrar slíkar breytingar? Jú, aö þær ganga í berhögg viö megin driffjaðrir kapitalismans! Breytingarnar heföu íför meö sér að fjárfest væri til aö nota — en ekki til að selja meira, heldur til aö selja minna. Slíkt fyrirkomulag myndi draga úr hinni gífurlegu markaðs- framleiðslu, í stað þess aö auka hana. Með því tæki vinna mannsins sess auömagnsins og notagildiö sess sölugildisins. Grunninum yröi kippt undan kapítalískri auðmagns- upphleöslu á umfangsmestu svið- unum. Því að frístundasamfélagið er í grundvallaratriöum and-kapitalísk fyrirætlun, vinstrisinnuö fyrirætlun — jafnvel þó mikill hluti vinstrimanna sé enn of hefðbundinn í hugsun til aó átta sig á því. □ Þýtt úr Vejen til socialismen nr. 13 1979 Frá uppsetningu sjálfvirkrar átöppunarvélar í nýju sjálfvirku brugghúsi í Fredericiu í Kaupmannahöfn. SVART Á HVÍTU 7

x

Svart á hvítu

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Svart á hvítu
https://timarit.is/publication/821

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.